Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2018 08:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Vísir/Anton Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44