Leiðtogar úr austri og vestri hittast í München Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 10:18 Öryggismálaráðstefnan í München er haldin á hótelinu Bayerischer Hof. Vísir/AFP Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland. Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Sjá meira
Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland.
Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð