Leiðtogar úr austri og vestri hittast í München Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 10:18 Öryggismálaráðstefnan í München er haldin á hótelinu Bayerischer Hof. Vísir/AFP Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland. Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira
Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland.
Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira