„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 16. febrúar 2018 16:21 Þó svörun við fyrirspurnum á alþingismenn hafi verið með ágætum, um 76 prósent, er þó talsverður hópur sem ekki hefur hirt um að ansa eðlilegum spurningum um ráðstöfun á almannafé. Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs. Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs.
Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00