Beita sömu brögðum og í Óskarstilnefndri mynd til að ná til þingmanns Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 23:30 Þingmaðurinn Marco Rubio hefur verið gagrnýndur fyrir ummæli sín eftir skotárásina. Vísir/Getty Bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio fékk heldur harkaleg skilaboð á götum borgarinnar Doral í Flórída í dag. Skilaboðunum var komið til þingmanns með samskonar hætti og í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár. Í kvikmyndinni ákvað móðir, leikin af Frances McDormand, að taka þrjú auglýsingaskilti á leigu til að spyrja lögreglustjóra bæjarins hvers vegna enginn hefði verið handtekinn eftir að dóttur hennar var nauðgað og svo myrt.Auglýsingaskiltin í Doral voru hins vegar utan á þremur flutningabílum en þar var bent á að þrátt fyrir að fjöldamorð eigi sér stað í skólum þá sé ekki enn búið að herða löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum. Er Marco Rubio svo spurður hvernig standi á því? Sautján voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Parkland í Flórída í vikunni. Fjölmargir særðust í þessari árás sem var framin af nítján ára pilti vopnuðum öflugu skotvopni sem hann keypti á löglegan hátt í fyrra. Samtökin Avaaz, sem berjast fyrir mörgum málefnum víða um heim, borguðu þessi auglýsingaskilti en einn af forsvarsmönnum samtakanna sagði við fréttastofu CNN að íbúar Flórída spyrji hvers vegna Marco Rubio neiti að vernda börnin þeirra. Sagði forsvarsmaðurinn að ummæli Rubio eftir árásina væru gagnrýni verð en Rubio sagði árásina í Parkland vera óútskýranlega. Forsvarsmaðurinn segir þessi ummæli Rubio óafsakanleg. 3 billboards near Miami are trolling Sen. Marco Rubio after the Florida school shooting https://t.co/lgLji4dgUr pic.twitter.com/6tO8PiYBAz— CNN (@CNN) February 16, 2018 Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio fékk heldur harkaleg skilaboð á götum borgarinnar Doral í Flórída í dag. Skilaboðunum var komið til þingmanns með samskonar hætti og í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár. Í kvikmyndinni ákvað móðir, leikin af Frances McDormand, að taka þrjú auglýsingaskilti á leigu til að spyrja lögreglustjóra bæjarins hvers vegna enginn hefði verið handtekinn eftir að dóttur hennar var nauðgað og svo myrt.Auglýsingaskiltin í Doral voru hins vegar utan á þremur flutningabílum en þar var bent á að þrátt fyrir að fjöldamorð eigi sér stað í skólum þá sé ekki enn búið að herða löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum. Er Marco Rubio svo spurður hvernig standi á því? Sautján voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Parkland í Flórída í vikunni. Fjölmargir særðust í þessari árás sem var framin af nítján ára pilti vopnuðum öflugu skotvopni sem hann keypti á löglegan hátt í fyrra. Samtökin Avaaz, sem berjast fyrir mörgum málefnum víða um heim, borguðu þessi auglýsingaskilti en einn af forsvarsmönnum samtakanna sagði við fréttastofu CNN að íbúar Flórída spyrji hvers vegna Marco Rubio neiti að vernda börnin þeirra. Sagði forsvarsmaðurinn að ummæli Rubio eftir árásina væru gagnrýni verð en Rubio sagði árásina í Parkland vera óútskýranlega. Forsvarsmaðurinn segir þessi ummæli Rubio óafsakanleg. 3 billboards near Miami are trolling Sen. Marco Rubio after the Florida school shooting https://t.co/lgLji4dgUr pic.twitter.com/6tO8PiYBAz— CNN (@CNN) February 16, 2018
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45