Beita sömu brögðum og í Óskarstilnefndri mynd til að ná til þingmanns Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 23:30 Þingmaðurinn Marco Rubio hefur verið gagrnýndur fyrir ummæli sín eftir skotárásina. Vísir/Getty Bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio fékk heldur harkaleg skilaboð á götum borgarinnar Doral í Flórída í dag. Skilaboðunum var komið til þingmanns með samskonar hætti og í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár. Í kvikmyndinni ákvað móðir, leikin af Frances McDormand, að taka þrjú auglýsingaskilti á leigu til að spyrja lögreglustjóra bæjarins hvers vegna enginn hefði verið handtekinn eftir að dóttur hennar var nauðgað og svo myrt.Auglýsingaskiltin í Doral voru hins vegar utan á þremur flutningabílum en þar var bent á að þrátt fyrir að fjöldamorð eigi sér stað í skólum þá sé ekki enn búið að herða löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum. Er Marco Rubio svo spurður hvernig standi á því? Sautján voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Parkland í Flórída í vikunni. Fjölmargir særðust í þessari árás sem var framin af nítján ára pilti vopnuðum öflugu skotvopni sem hann keypti á löglegan hátt í fyrra. Samtökin Avaaz, sem berjast fyrir mörgum málefnum víða um heim, borguðu þessi auglýsingaskilti en einn af forsvarsmönnum samtakanna sagði við fréttastofu CNN að íbúar Flórída spyrji hvers vegna Marco Rubio neiti að vernda börnin þeirra. Sagði forsvarsmaðurinn að ummæli Rubio eftir árásina væru gagnrýni verð en Rubio sagði árásina í Parkland vera óútskýranlega. Forsvarsmaðurinn segir þessi ummæli Rubio óafsakanleg. 3 billboards near Miami are trolling Sen. Marco Rubio after the Florida school shooting https://t.co/lgLji4dgUr pic.twitter.com/6tO8PiYBAz— CNN (@CNN) February 16, 2018 Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio fékk heldur harkaleg skilaboð á götum borgarinnar Doral í Flórída í dag. Skilaboðunum var komið til þingmanns með samskonar hætti og í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár. Í kvikmyndinni ákvað móðir, leikin af Frances McDormand, að taka þrjú auglýsingaskilti á leigu til að spyrja lögreglustjóra bæjarins hvers vegna enginn hefði verið handtekinn eftir að dóttur hennar var nauðgað og svo myrt.Auglýsingaskiltin í Doral voru hins vegar utan á þremur flutningabílum en þar var bent á að þrátt fyrir að fjöldamorð eigi sér stað í skólum þá sé ekki enn búið að herða löggjöf um byssueign í Bandaríkjunum. Er Marco Rubio svo spurður hvernig standi á því? Sautján voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-skólanum í Parkland í Flórída í vikunni. Fjölmargir særðust í þessari árás sem var framin af nítján ára pilti vopnuðum öflugu skotvopni sem hann keypti á löglegan hátt í fyrra. Samtökin Avaaz, sem berjast fyrir mörgum málefnum víða um heim, borguðu þessi auglýsingaskilti en einn af forsvarsmönnum samtakanna sagði við fréttastofu CNN að íbúar Flórída spyrji hvers vegna Marco Rubio neiti að vernda börnin þeirra. Sagði forsvarsmaðurinn að ummæli Rubio eftir árásina væru gagnrýni verð en Rubio sagði árásina í Parkland vera óútskýranlega. Forsvarsmaðurinn segir þessi ummæli Rubio óafsakanleg. 3 billboards near Miami are trolling Sen. Marco Rubio after the Florida school shooting https://t.co/lgLji4dgUr pic.twitter.com/6tO8PiYBAz— CNN (@CNN) February 16, 2018
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45