Björgunarsveitarmenn tilbúnir í verkefni kvöldsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:29 Frá Suðurlandsvegi í dag. Færð er nú tekin að spillast og er búist við því að veður versni með kvöldinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05
Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09