Björgunarsveitarmenn tilbúnir í verkefni kvöldsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:29 Frá Suðurlandsvegi í dag. Færð er nú tekin að spillast og er búist við því að veður versni með kvöldinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05
Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09