Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Mörg skúmaskotin innan veggja Alþingis eru hulin landsmönnum. Líklegt þykir hins vegar að ljóstýra nái á næstu vikum inn í það horn sem geymir akstursdagbækur þingmanna. Vísir/Daníel Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29