Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 13:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15