Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2018 13:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær. Málið snérist um 20 leikmanna æfingahóp sem í voru meðal annars fimm leikmenn Hauka þó svo Haukar hafi spilað bæði á föstudag og sunnudag. Að sama skapi voru engir leikmenn KR í hópnum og einhverjir héldu því fram að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarþjálfari landsliðsins, væri að misnota aðstöðu sína.Þjálfarinn vísaði því öllu á bug í viðtali við Vísi í gær og sagði að sér hefði sárnað umræðan sem þess utan hefði legið þungt á honum. Finnur Freyr gagnrýndi aftur á móti mótanefnd KKÍ fyrir einkennilega niðurröðun að sínu mati. „Að forsvarsmenn KKÍ skuli ekki sýna sóma sinn að taka ábyrgð á þessu fíaskói sem hefur verið í kringum þennan leik. Ég er án leikmanns hjá mér, við erum að setja Jón Arnór, Pavel og Kristófer, sem hafa verið lykilmenn í landsliðinu, í þá stöðu að spila á sunnudegi og föstudegi og svo eru leikir hjá landsliðinu á föstudegi og sunnudegi og svo aftur á föstudegi og sunnudegi í deild. Þetta hraðmótakerfi mótastjóra KKÍ er skrýtið og ég held að KKÍ sé að gera sjálfu sér og landsliðinu erfitt fyrir með þessum farsa sem er búinn að vera í gangi undanfarnar vikur,“ sagði Finnur Freyr meðal annars.Finnur Freyr Stefánsson.vísir/hannaVísir sló á þráðinn til KKÍ í morgun og spurði formann sambandsins, Hannes S. Jónsson, út í málið. „Þetta var engin óskastaða. Það var löngu ljóst að við ætluðum að vera með þessa æfingahelgi og þá áttu ekkert að vera leikir ofan í henni. Svo gerist það að bæði karla- og kvennalandsliðið eru með verkefni í febrúar sem hefur mikil áhrif á mótahaldið okkar. Þá þarf að þjappa tímabilinu og svo er þjálfari kvennalandsliðsins að þjálfa Hauka og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla er að þjálfa KR,“ segir Hannes og bætir við að það þurfi að koma til móts við landsliðsþjálfarana er þeir þurfa að sinna landsliðsverkefnum. „Við færðum leik Hattar og Hauka en svo var honum frestað. Þá óska Haukar eftir því að fá færsla á leik sinn við KR. Mótanefnd verður við því. Það varð að taka ákvörðun og þessi ákvörðun var tekin. Í þessari stöðu var engin óskastaða.“ Ákvörðun var vissulega tekin en eftir á að hyggja var það góð ákvörðun að setja leikinn á þessum tíma? „Nei, ég held ekki. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið góð ákvörðun en það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Það voru nokkrir möguleikar en þetta var talið best á þeim tíma því það er þétt prógram fram undan. Það má vel vera að það hafi verið mistök. Því miður.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41 Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02 Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega "Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér." 18. febrúar 2018 21:41
Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. 17. febrúar 2018 11:02
Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg" Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina. 17. febrúar 2018 13:15