Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 13:30 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var ekki settur strax í leyfi frá störfum þegar hann var kærður í desember til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Stofnuninni sem maðurinn starfaði fyrir var greint frá kærunni í desember. Í janúar var maðurinn færður til í starfi og í febrúar var hann svo settur í ótímabundið leyfi frá störfum. Velferðarsvið skoðar nú verkferilinn í málinu.Lét ekki vita af fyrra málinu Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot samkvæmt frétt RÚV. Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi ekki látið vita af þeirri kæru í ráðningarferlinu hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem fór fram í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið.“ Dís staðfestir að maðurinn hafi látið vita af málinu fljótlega eftir að hann var ráðinn en gat ekki gefið upplýsingar um það hvenær það var. Hún vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um það á hvaða sviði maðurinn starfaði eða hjá hvaða stofnun ríkisins hann starfaði áður. „Þetta er viðkvæmt mál og það er þolandi í málinu.“ Hún segir að hann hafi þó ekki starfað í beinum tengslum við börn. „Hann starfaði sem sérfræðingur.“Málið í skoðun hjá velferðarsviðiKæran var lögð fram í desember og voru vinnuveitendur hans látnir vita af því í lok desember. Maðurinn vann samt fyrir Reykjavíkurborg þangað til fyrr í þessum mánuði. „Hann var færður til í starfi í byrjun janúar og er sendur í leyfi 8. febrúar,“ segir Dís. Velferðarsvið skoðar nú mál mannsins nánar. „Við erum búin að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og við erum að fara yfir verkferilinn og hvort að rétt hafi verið staðið að öllu. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í gær að hún gæti ekki tjáð sig um málið.Ekki náðist í Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar við vinnslu fréttar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35