Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2018 15:07 Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði frumvarpið fram á dögunum. Frumvarpið hefur nú þegar vakið athygli úti í heimi. Vísir/pjetur Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið felur í sér að einnig verði lagt bann við umskurði á kynfærm drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð Þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt frumvarpið vera árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þá telur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, að hætta sé á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir, verði frumvarpið að lögum. Eins og áður segir er fjallað um frumvarpið á vef BBC undir fyrirsögninni „Fyrirhugað bann Íslands við umskurði veldur trúarlegum titringi“. Er þar stuttlega farið yfir frumvarpið og efni þess auk þess sem mótmæli trúarleiðtoga við frumvarpinu eru reifuð. Einnig er rætt við Silju Dögg. „Allir hafa rétt á því að trúa á það sem þeir vilja en réttindi barna eru hærra sett en rétturinn til þess að trúa,“ segir Silja Dögg í samtali við BBC.Einnig má finna umfjöllun um frumvarpið á vef breska dagblaðsins The Guardian þar sem einnig er rætt við Silju Dögg. Segist hún vonast til þess að frumvarpið verði að lögum og að það muni verða til þess að fleiri Evrópulönd muni leggja bann við umskurði barna. Í frétt BBC segir að umskurður sé almennt leyfður í Evrópu þó mælst sé til þess að tryggt sé fyllsta öryggis sé gætt við athöfnina.Fyrirsögn BBC á frétt um málið.Mynd/SkjáskotBarnaverndarsjónarmið vegi þyngra en trúfrelsiRætt var við Silju Dögg um þá athygli sem frumvarpið hefur fengið víða um heim í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þegar þáttastjórnendur náðu tali af Silju Dögg var hún upptekin við að ræða við erlenda fjölmiðla um frumvarpið. Hún segir BBC sýna málinu mikinn áhuga en hefði Silja Dögg farið af stað með frumvarpið hefði hún vitað um þá athygli sem frumvarpið myndi vekja? „Ég hef nú spurt mig að þessu nokkrum sinnum vegna þess að þetta er svolítið yfirþyrmandi, ég verð að viðurkenna það. Samt þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér málstaðurinn það góður að já, ég hefði gert það. Ég á að vera manneskja til þess að takast á við þetta. Maður er ekki að fara í stjórnmál til þess að vera í einhverjum rólegheitum,“ segir Silja Dögg. Segir Silja Dögg að flestir erlendir fjölmiðlar sem hún hafi rætt við hafi mestan áhuga á því að vita hvaðan hugmyndin um frumvarpið hafið komið. Segist Silja Dögg þá vísa í viljayfirlýsingu sem Umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Ég nálgast þetta eingöngu út frá barnaverndarsjónarmiðum. Ég vil hafa trúfrelsi og fólk má alveg trúa á það sem það vill. Ég ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en hver og einn einstaklingur á að fá að ráða yfir sínum líkama. Sérstaklega í þessu tilviki þar sem er um óafturkræfa aðgerð að ræða sem felur í sér áhættu. Hún er gerð á meðan barnið er það lítið að það getur ekki sagt neitt eða gert neitt við þessu. Mér finnst þau sjónarmið vega þyngra en trúfrelsi foreldra.Hlusta má á viðtalið við Silju Dögg í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15