Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 22:30 Kushner virðist hafa staðið í viðskiptaviðræðum við erlenda aðila á sama tíma og hann var aðaltengiliður undirbúningsnefndar Trump fyrir valdatökuna við erlendar ríkisstjórnir. Vísir/AFP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47