Vímaðir fylltu fangageymslur í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:05 Lögreglan í Kópavogi, sem og í öðrum höfuðborgarsveitarfélögum, hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vihelm Ökumaður bíls, sem lögregla stöðvaði á Reykjanesbraut á móts við Helluhverfi á öðrum tímanum í nótt, var undir svo miklum áhrifum fíkniefna að hann var ekki viðræðuhæfur um eitt eða neitt. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar víman verður runnin af honum. Annar vímaður ökumaður varð valdur að árekstri á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á tólfta tímanum. Draga þurfti aðra bifreiðina af vettvangi en ekki hefur verið hægt að yfirheyra tjónvaldinn vegna vímu. Hann hefur einnig fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt. Svipaða sögu er að segja af öðrum ökumanni, sem stöðvaður var í Vallahverfinu í Hafnarfirði skömmu síðar. Hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu, og gistir líka fangageymslur. Tveir einstaklingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi skömmu eftir miðnætti vegna aðkomu að fíkniefnamáli. Báðir voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir, rétt eins og fyrrnefndu mennirnir þrír, voru í svo mikilli vímu að ekkert vitrænt fékkst úr þeim. Þannig vildu þeir ekkert kannast við fíkniefnin sem lögreglan fann í bíl þeirra - en annar maðurinn, í fyrrnefndu ástandi, hafði ekið bifreiðinni. Annars komu 30 mál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslurnar við Hverfisgötu fullar, sem fátítt er í miðri viku. Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Ökumaður bíls, sem lögregla stöðvaði á Reykjanesbraut á móts við Helluhverfi á öðrum tímanum í nótt, var undir svo miklum áhrifum fíkniefna að hann var ekki viðræðuhæfur um eitt eða neitt. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar víman verður runnin af honum. Annar vímaður ökumaður varð valdur að árekstri á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á tólfta tímanum. Draga þurfti aðra bifreiðina af vettvangi en ekki hefur verið hægt að yfirheyra tjónvaldinn vegna vímu. Hann hefur einnig fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt. Svipaða sögu er að segja af öðrum ökumanni, sem stöðvaður var í Vallahverfinu í Hafnarfirði skömmu síðar. Hann var í mjög annarlegu ástandi að sögn lögreglu, og gistir líka fangageymslur. Tveir einstaklingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi skömmu eftir miðnætti vegna aðkomu að fíkniefnamáli. Báðir voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir, rétt eins og fyrrnefndu mennirnir þrír, voru í svo mikilli vímu að ekkert vitrænt fékkst úr þeim. Þannig vildu þeir ekkert kannast við fíkniefnin sem lögreglan fann í bíl þeirra - en annar maðurinn, í fyrrnefndu ástandi, hafði ekið bifreiðinni. Annars komu 30 mál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru fangageymslurnar við Hverfisgötu fullar, sem fátítt er í miðri viku.
Lögreglumál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira