Ólympíuför Freydísar vekur athygli í New Hampshire: Ég virkilega stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 11:30 Freydís Halla Einarsdóttir. Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira