Nýja ÓL-auglýsingin með Lindsey Vonn: „Takk fyrir að láta mig gráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 22:00 Lindsey Vonn. Vísir/Getty Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika seinna í þessum mánuði, sextán árum eftir hún var Ólympíufari í fyrsta sinn. Lindsey Vonn missti af leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum vegna meiðsla en vann Ólympíugull í bruni á leiknum í Vancouver 2010. Hún keppti líka á leikunum í Salt Lake City og í Torínó 2006. NBC hefur bandaríska sýningaréttinn frá Ólympíuleikunum í PyeongChang og hún hefur sett saman auglýsingu með Lindsey Vonn sem verður sýnd í tengslum við Super Bowl leikinn á sunnudaginn kemur. Auglýsing er sett saman úr myndbrotum frá keppnisferli Lindsey Vonn sem spannar nú að verða þrjá áratugi. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt, bæði glæstra sigra, erfið meiðsli og súr vonbrigði. Vonn hefur hinsvegar alltaf haldið áfram og alltaf komið til baka þrátt fyrir mörg áföll. „Þessar sextíu sekúndur segja svo mikið um lífið mitt, fjölskyldu mína, ást mína á skíðum, sigrana, sársaukann og viljann að gefast aldrei upp. Þegar allt er á botninn hvolft þá er ég bara stelpa sem elskar það að skíða hratt. Takk fyrir að láta mig gráta, NBC,“ skrifaði Lindsey Vonn á Twitter-síðu sína. Það má sjá þessa dramatísku auglýsingu hér fyrir neðan en Lindsey Vonn sjálf er mjög ánægð með hana.Truly love this #SuperBowl Ad from @NBCOlympics It airs this Sunday on NBC. Hope you guys like it #BestOfUS#WinterOlympics#thankful#nevergiveuppic.twitter.com/pLBI6uiiQQ — lindsey vonn (@lindseyvonn) January 31, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika seinna í þessum mánuði, sextán árum eftir hún var Ólympíufari í fyrsta sinn. Lindsey Vonn missti af leikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum vegna meiðsla en vann Ólympíugull í bruni á leiknum í Vancouver 2010. Hún keppti líka á leikunum í Salt Lake City og í Torínó 2006. NBC hefur bandaríska sýningaréttinn frá Ólympíuleikunum í PyeongChang og hún hefur sett saman auglýsingu með Lindsey Vonn sem verður sýnd í tengslum við Super Bowl leikinn á sunnudaginn kemur. Auglýsing er sett saman úr myndbrotum frá keppnisferli Lindsey Vonn sem spannar nú að verða þrjá áratugi. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt, bæði glæstra sigra, erfið meiðsli og súr vonbrigði. Vonn hefur hinsvegar alltaf haldið áfram og alltaf komið til baka þrátt fyrir mörg áföll. „Þessar sextíu sekúndur segja svo mikið um lífið mitt, fjölskyldu mína, ást mína á skíðum, sigrana, sársaukann og viljann að gefast aldrei upp. Þegar allt er á botninn hvolft þá er ég bara stelpa sem elskar það að skíða hratt. Takk fyrir að láta mig gráta, NBC,“ skrifaði Lindsey Vonn á Twitter-síðu sína. Það má sjá þessa dramatísku auglýsingu hér fyrir neðan en Lindsey Vonn sjálf er mjög ánægð með hana.Truly love this #SuperBowl Ad from @NBCOlympics It airs this Sunday on NBC. Hope you guys like it #BestOfUS#WinterOlympics#thankful#nevergiveuppic.twitter.com/pLBI6uiiQQ — lindsey vonn (@lindseyvonn) January 31, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira