Segja ágreining milli Helgu og annarra starfsmanna ástæðu starfsloka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 18:10 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Stjórn Birtíngs segir að ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur, sem hætti í gær sem yfirritstjóri félagsins, hafi verið óleysanlegur ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna.Greint var frá starfslokum Helgu í gær en hún hafði aðeins starfað sem yfirritstjóri í átján daga eftir að hafa söðlað um í byrjun árs sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV.Helga tjáði sig um starfslokin í dag og sagði hún meðal annars frá því að hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í nýju starfi að hún myndi meðal annars ekki njóta ritstjórnarlegs sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs. Er þessu vísað á bug í yfirlýsingu frá stjórn Birtíngs. Þar segir að henni hafi mátt vera ljóst að hún myndi njóta fullkomins ritstjórnarlegs frelsis. „Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæða starfsloka hennar sé sem fyrr segir, óleysanlegur ágreiningur á mili Helgu og annarra starfsmanna. „Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stjórn Birtíngs sitja Gunnlaugur Árnason stjórnarformaður, Þorvarður Gunnarsson og Halldór Kristmannsson.Yfirlýsing stjórnar Birtíngs í heild sinni„Stjórn Birtíngs útgáfufélags vill koma því á framfæri að Helga Arnardóttir segir því miður ekki rétt frá um ástæður starfsloka sinna í færslu á Facebook-síðu sinni, sem hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í dag.Einnig vill stjórnin taka það sérstaklega fram að á engan hátt var vegið að ritstjórnarlegu sjálfstæði hennar við útgáfu Mannlífs og stjórnin harmar það að reyndur fjölmiðlamaður fari svo frjálslega með staðreyndir.Á fundi með tveimur af þremur stjórnarmönnum Birtíngs, stuttu fyrir janúarútgáfu Mannlífs, kom það skýrt fram að hvorki stjórn né eigendur ætluðu að skipta sér af því hvað fjallað væri um í blaðinu. Þvert á móti fór það ekki á milli mála á þeim fundi að hún hefði fullkomið ritstjórnarlegt frelsi.Ástæða starfsloka Helgu er einfaldlega sú að fljótlega kom upp ágreiningur á milli hennar og annarra starfsmanna á ritstjórn Birtíngs, sem ekki reyndist unnt að leysa. Þetta er eina ástæða starfsloka Helgu Arnardóttur.Stjórn Birtíngsútgáfufélags.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Helga Arnardóttir bregst við fréttum af uppsögn sinni hjá Birtíngi. 1. febrúar 2018 11:57
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28