Unni Brá falið að stýra vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2018 15:18 Unnur Brá Konráðsdóttir hefur störf í forsætisráðuneytinu 1. apríl næstkomandi. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, að vera verkefnisstjóri vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Þar segir að í áætlun sem forsætisráðherra hefur kynnt um fyrirkomulag stjórnarskrárvinnu næstu árin segi að verkefnisstjórinn hafi heildaryfirsýn yfir verkefnið og tengi saman helstu aðila sem að því koma. „Hann er málsvari verkefnisins og leitast við að tryggja skilvirkan framgang þess. Hann starfar í umboði forsætisráðherra, er tengiliður milli ráðherra og sérfræðinganefndar og nýtur aðstoðar skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu.“ Framangreind sérfræðinganefnd verður sett á laggirnar í samráði þeirra flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi.Akkur að fá reynslumikinn lögfræðing Haft er eftir Katrínu að það sé mikill akkur í því að fá reynslumikinn lögfræðing með bakgrunn úr stjórnmálum, sem þar að auki njóti trausts þvert á flokka og í samfélaginu, til að stýra þessu vandasama verkefni næstu árin „Markmiðið er að ná fram áföngum við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og því næsta. Við munum leita allra leiða til að sjónarmið almennings vísi veginn í þessari vinnu og sem flestir geti tekið þátt í að móta breytingartillögur. Framtíðarsýnin er að stjórnarskráin endurspegli sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð,“ er haft eftir Katrínu. Unnur Brá lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún tók sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2009 en hafði áður meðal annars starfað sem sveitarstjóri Rangárþings eystra. Unnur Brá gegndi formennsku í allsherjarnefnd 2013-2016 og var forseti Alþingis árið 2017. Nú situr hún á Alþingi sem varaþingmaður. Unnur Brá mun hefja störf í forsætisráðuneytinu 1. apríl næstkomandi. Hún verður ráðin sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar, sbr. 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur falið Unni Brá Konráðsdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, að vera verkefnisstjóri vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Þar segir að í áætlun sem forsætisráðherra hefur kynnt um fyrirkomulag stjórnarskrárvinnu næstu árin segi að verkefnisstjórinn hafi heildaryfirsýn yfir verkefnið og tengi saman helstu aðila sem að því koma. „Hann er málsvari verkefnisins og leitast við að tryggja skilvirkan framgang þess. Hann starfar í umboði forsætisráðherra, er tengiliður milli ráðherra og sérfræðinganefndar og nýtur aðstoðar skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu.“ Framangreind sérfræðinganefnd verður sett á laggirnar í samráði þeirra flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi.Akkur að fá reynslumikinn lögfræðing Haft er eftir Katrínu að það sé mikill akkur í því að fá reynslumikinn lögfræðing með bakgrunn úr stjórnmálum, sem þar að auki njóti trausts þvert á flokka og í samfélaginu, til að stýra þessu vandasama verkefni næstu árin „Markmiðið er að ná fram áföngum við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og því næsta. Við munum leita allra leiða til að sjónarmið almennings vísi veginn í þessari vinnu og sem flestir geti tekið þátt í að móta breytingartillögur. Framtíðarsýnin er að stjórnarskráin endurspegli sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð,“ er haft eftir Katrínu. Unnur Brá lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún tók sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2009 en hafði áður meðal annars starfað sem sveitarstjóri Rangárþings eystra. Unnur Brá gegndi formennsku í allsherjarnefnd 2013-2016 og var forseti Alþingis árið 2017. Nú situr hún á Alþingi sem varaþingmaður. Unnur Brá mun hefja störf í forsætisráðuneytinu 1. apríl næstkomandi. Hún verður ráðin sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar, sbr. 22. gr. laga um Stjórnarráð Íslands.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira