Sveitarfélög verði beitt dagssektum tryggi þau ekki búsetuúrræði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:00 Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María. Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00