Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 15:15 Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði frumvarpið fram í vikunni. Frumvarpið hefur nú þegar vakið athygli úti í heimi. Vísir/pjetur „Forhúðin hefur tilgang rétt eins og skapabarmar hjá konum. Hún ver kynfærin fyrir sýkingum og heldur ákveðnu rakajafnvægi á þessum mikilvægu kynfærum sem á ekki að eiga neitt við,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. „Sett voru lög á Íslandi árið 2005 sem banna umskurð á konum og stúlkubörnum og það var gert í kjölfar þess að SÞ tóku þetta fyrir og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Rauði Krossinn, Amnesty og fleiri að banna limlestingar á kynfærum kvenna. Mér er bent á það síðan að umskurður sé þá leyfður á drengjum á Íslandi, það kom kom mér á óvart því ég hafði bara ekki hugsað út í það og fer að velta fyrir mér hvort það sé ástæða til, og þá hvernig hægt er að breyta þessu,“ Segir Silja Dögg en í frumvarpinu leggur hún til að núgildandi lagagrein sem bannar umskurð á stúlkum og konum nái líka yfir drengi. Umboðsmenn barna á öllum norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Barnaheill hafa beitt sér í málinu og fært rök gegn þeim rökum sem nú eru til staðar með umskurði á drengjum eins og hreinlætis og vörn við kynsjúkdómum, þvagfærasýkingum og fleiru sem virðast ekki standast skoðun,“ segir Silja Dögg.Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú.Vísir/GettyVilja að gyðingar úti í heimi beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að stöðva frumvarpið Frumvarpið sem búið er að leggja fram en er ekki komið í umræðu á Alþingi er nú þegar búið að kalla á viðbrögð úti í heimi. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við frumvarp Silju segja að miklar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt, eins og staðan er núna. Frá þessu er greint í frétt Ynetnews.com. Trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, hafa verið í forsvari þeirra sem gagnrýna frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Ynet News vitnar í skrif þeirra þar sem fram kemur að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Silja segir að hér sé fyrst og fremst um barnaverndarmál að ræða. „Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og mér þykir vænt um fólk alveg sama hvar það býr eða hverju það kýs að trúa en þetta er barnaverndarmál. Þetta er ofbeldi gegn börnum, þau fara í sjokk börnin, þau gráta og mér finnst þetta bara ekki boðlegt.“ Hún segir að hún vilji taka trúarhreyfingar algjörlega út fyrir svigann í þessu máli og að löggjafinn eigi að hlusta á það sem læknar segja um málið. „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis. Hún er óafturkræf og veldur hættu gagnvart sýkingum og fleiru,“ segir Silja Dögg. Melchior bræðurnir segja að Ísland muni setja „hættulegt fordæmi“ ef frumvarpið verði samþykkt því ekkert land í heimi bannar umskurð drengja og að íslensku lögin gætu haft áhrif á löggjöf annarra landa. „Mér finnst ekki rétt að gera þetta við börn sem hafa ekki getu og þroska til þess að ákveða þetta sjálf og þetta stangast líka gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Silja Dögg.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Forhúðin hefur tilgang rétt eins og skapabarmar hjá konum. Hún ver kynfærin fyrir sýkingum og heldur ákveðnu rakajafnvægi á þessum mikilvægu kynfærum sem á ekki að eiga neitt við,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. „Sett voru lög á Íslandi árið 2005 sem banna umskurð á konum og stúlkubörnum og það var gert í kjölfar þess að SÞ tóku þetta fyrir og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Rauði Krossinn, Amnesty og fleiri að banna limlestingar á kynfærum kvenna. Mér er bent á það síðan að umskurður sé þá leyfður á drengjum á Íslandi, það kom kom mér á óvart því ég hafði bara ekki hugsað út í það og fer að velta fyrir mér hvort það sé ástæða til, og þá hvernig hægt er að breyta þessu,“ Segir Silja Dögg en í frumvarpinu leggur hún til að núgildandi lagagrein sem bannar umskurð á stúlkum og konum nái líka yfir drengi. Umboðsmenn barna á öllum norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Barnaheill hafa beitt sér í málinu og fært rök gegn þeim rökum sem nú eru til staðar með umskurði á drengjum eins og hreinlætis og vörn við kynsjúkdómum, þvagfærasýkingum og fleiru sem virðast ekki standast skoðun,“ segir Silja Dögg.Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú.Vísir/GettyVilja að gyðingar úti í heimi beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að stöðva frumvarpið Frumvarpið sem búið er að leggja fram en er ekki komið í umræðu á Alþingi er nú þegar búið að kalla á viðbrögð úti í heimi. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við frumvarp Silju segja að miklar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt, eins og staðan er núna. Frá þessu er greint í frétt Ynetnews.com. Trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, hafa verið í forsvari þeirra sem gagnrýna frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Ynet News vitnar í skrif þeirra þar sem fram kemur að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Silja segir að hér sé fyrst og fremst um barnaverndarmál að ræða. „Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og mér þykir vænt um fólk alveg sama hvar það býr eða hverju það kýs að trúa en þetta er barnaverndarmál. Þetta er ofbeldi gegn börnum, þau fara í sjokk börnin, þau gráta og mér finnst þetta bara ekki boðlegt.“ Hún segir að hún vilji taka trúarhreyfingar algjörlega út fyrir svigann í þessu máli og að löggjafinn eigi að hlusta á það sem læknar segja um málið. „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis. Hún er óafturkræf og veldur hættu gagnvart sýkingum og fleiru,“ segir Silja Dögg. Melchior bræðurnir segja að Ísland muni setja „hættulegt fordæmi“ ef frumvarpið verði samþykkt því ekkert land í heimi bannar umskurð drengja og að íslensku lögin gætu haft áhrif á löggjöf annarra landa. „Mér finnst ekki rétt að gera þetta við börn sem hafa ekki getu og þroska til þess að ákveða þetta sjálf og þetta stangast líka gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Silja Dögg.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira