Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 03:34 Vinny Curry, leikmaður Philadelphia Eagles, fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. Flestir spekingar bjuggust fyrir leikinn við sjötta sigri Patriots á átján árum en Örnunum frá Philadelphia tókst loksins að vinna sinn fyrsta titil. Philadelphia-liðið lenti í mótlæti á tímabilinu og missti meðal annars leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandsslit undir lok deildarkeppninnar. Nick Foles tók við leikstjórnandastöðunni og var frábær í úrslitakeppninni. Hann var samt aldrei betri en í sjálfum úrslitaleiknum í nótt þar sem hann leiddi liðið til sigurs. Foles kastaði alls 373 jarda og fyrir þremur snertimörkum. Foles var líka kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins í leikslok sem er magnað afrek hjá leikmanni sem var sat gleymdur á bekk Philadelphia Eagles þegar aðalleikstjórnandinn Carson Wentz var að spila sem best. An incredible moment for @NFoles_9 and @cj_wentz. #FlyEaglesFly#SBLIIpic.twitter.com/Wp1P6n80NF — NFL (@NFL) February 5, 2018 Doug Pederson, þjálfari Philadelphia Eagles, kórónaði líka magnað tímabil með því að mæta hugrakkur og kokhraustur í úrslitaleikinn. Ernirnir sóttu þennan sigur í nótt og mættu í sóknarhug. Pederson tók oft mikla áhættu í nótt og það gekk upp. Tom Brady átti möguleika á að vinna sinn sjötta titil og leiða New England Patriots til sigurs annað árið í röð. Brady og félagar framkölluðu sannkallað kraftaverk í endurkomu sinni í fyrra og í nótt var liðið líka undir stærstan hluta leiksins. Þegar leið á leikinn virtist þó vera sem endurkoma Brady og félaga væri að fæðast. Brady átti frábæran leik en þegar allir héldu að hann væri að hefja sigursóknina í lok leiksins tókst varnarmönnum Philadelphia Eagles að ná af honum boltanum á ögurstundu. Leikstjórnandafellan, sú fyrsta og eina í leiknum, gerði gott betur en að fella Brady því varnarmenn Eagles náðu líka af honum boltanum. Brady fékk nokkrar sekúndur til að bjarga málunum en það var ekkert kraftaverk í spilunum hjá Patriots í nótt. Super Bowl leikurinn var annars sannkölluð sýning á sóknarleik en minna fór fyrir varnarleiknum hjá liðunum. Liðin slógu á endanum mörg met hvað varðar sóknarleikinn. From underdogs to @SuperBowl Champs. Incredible. #SBLII#FlyEaglesFlypic.twitter.com/ZvQDxxplJa — NFL (@NFL) February 5, 2018 Leikurinn byrjaði frábærlega og bauð nánast upp á mögnuð tilþrif frá fyrstu mínútu. Leikstjórnendur liðanna áttu hvert risakastið á fætur öðru og söfnuðu jördunum eins og aldrei áður hafði sést í Super Bowl. Hlauparar liðanna fengu einnig tækifæri til að láta ljós sitt skína. Philadelphia Eagles byrjaði vel í fyrstu sókn en varð að sætta sig við vallarmark. New England Patriots svaraði með góðri sókn en uppskeran var sú sama eða þrjú stig eftir vallarmark. Staðan var því 3-3 í upphafi leiks. Nick Foles, leikstjórnandi Eagles var hinsvegar búinn að finna taktinn og hann átti frábæra snertimarkssendingu á Alshon Jeffrey sem kom Eagles-liðinu í 9-3. Sparkari liðsins, Jake Elliott, náði þó ekki að tryggja aukastigið. What a throw. WHAT A CATCH. This is just beautiful. @NFoles_9 + @TheWorldof_AJ. #FlyEaglesFly#SBLIIpic.twitter.com/4EfKczLGQj — NFL (@NFL) February 5, 2018 UNBELIEVABLE GRAB, @TheWorldof_AJ!!!! #FlyEaglesFly#SBLIIpic.twitter.com/oa7lrPtcls — NFL (@NFL) February 5, 2018 Patriots-liðið var aftur lent undir en að þessu sinni náðu Tom Brady og félagar ekki að svara þrátt fyrir að komast í gott færi. Fyrst náði liðið ekki að nýta þriðju tilraun á rauða svæðinu og svo klikkaði sparkarinn Stephen Gostkowski þegar hann reyndi við vallarmark. Við þetta bættist að besti útherji New England Patriots, Brandin Cooks, fékk þungt höfuðhögg og var útilokaður frá frekari þátttöku í leiknum. Frábær sending Foles fram völlinn á Alshon Jeffrey og svo glæsilegt hlaup LeGarrette Blount inn í vallarmarkið í framhaldinu kom Philadelphia Eagles í 15-3. Nú reyndu þeir við tvö stig en klikkuðu. Blount skoraði þarna á móti gömlu félögunum en hann hafði einmitt unnið titilinn tvisvar sinnum með Patriots á síðustu þremur árum. WE SEE YOU, @LG_Blount!@Eagles TOUCHDOWN! #SBLII#FlyEaglesFlypic.twitter.com/qigbevbwwR — NFL (@NFL) February 5, 2018 New England Patriots reyndi aftur að svara en ekki gekk það í næstu sókn þar sem Tom Brady skellti sér meðal annars í hlutverk útherja en án árangurs. Staðan var því ekki orðin góð og ekki batnaði hún þegar leikmenn Eagles brunuðu upp völlinn í næstu sókn. Nick Foles reyndi þá að finna Alshon Jeffrey einu sinni enn en Jeffrey missti boltann upp og varnarmanni Patroits tókst að stela sendingunni. Patriots liðið slapp því með skrekkinn enda þarna í hættu að lenda nítján stigum undir. Í stað þess brunaði Tom Brady upp völlinn sem endaði með því að James White hljóp í endamarkið og minnkaði muninn í 15-12. Aukastigið klikkaði hins vegar hjá sparkaranum Stephen Gostkowski sem átti ekki sinn besta hálfleik. .@SweetFeet_White just went BEASTMODE. #SBLII#NotDonepic.twitter.com/9GTLFVIroN — NFL (@NFL) February 5, 2018 Hálfleikurinn var hins vegar ekki búinn og langt frá því. Nick Foles fór með sitt lið upp allan völlinn en í stað þess að reyna að skora vallarmark á fjórðu tilraun þá bauð Eagles upp á sprellikerfi. Hugrekki þjálfara Eagles skildi marga eftir gapandi en þetta gekk upp. Nick Foles, sem hafði aldrei gripið bolta á ferlinum, endaði þá með því að skora sjálfur snertimark eftir sendingu frá innherjanum Trey Burton og eftir heppnað aukastig var staðan orðin 22-12 fyrir Eagles-liðið. Þannig var síðan staðan þegar kom að hálfleikssýningunni. YUP. Nick Foles is catching TD passes. In the @superbowl. Unbelievable. #SBLII#FlyEaglesFlypic.twitter.com/NGNpIrrshO — NFL (@NFL) February 5, 2018 Sýningin var reyndar löngu hafinn enda hafa menn varla séð annan eins fyrri hálfleik í Super Bowl og í nótt. Metin féllu líka í fyrri hálfleiknum þar sem bæði lið buðu í fyrsta sinn upp 300 jarda sóknarleik fyrir hlé en alls náðu þau saman 673 jördum í hálfleiknum. Rob Gronkowski, innherji Patriots, hafði varla sést í fyrri hálfleik en fyrsta sókn seinni hálfleiksins snérist nánast bara um hann. Rob Gronkowski greip fjórar sendingar frá Tom Brady í sókninni og sú síðasta var fyrir snertimarki. Patriots var þar með búið að minnka muninn í 22-19 og þriðji leikhlutinn nýhafinn. We have a @RobGronkowski TOUCHDOWN. You know what that means... GRONK SPIKE. #SBLII#NotDonepic.twitter.com/YtRn2DlfY6 — NFL (@NFL) February 5, 2018 Leikmenn Philadelphia Eagles voru hins vegar ekkert búnir að taka fótinn af bensíngjöfinn og Nick Foles bauð upp á enn eina frábæra sókn. Hún endaði á því að hlauparinn Corey Clement skoraði snertimark eftir að hafa gripið sendingu Foles og kom hann liðinu þar með aftur tíu stigum yfir, 29-19. Nick Foles with the absolute DIME! #SBLIIpic.twitter.com/xVaZmET7Y0 — NFL (@NFL) February 5, 2018 Liðin virtust nú komast upp völlinn í hverri sókn og næst var það komið að Chris Hogan, útherja Patriots, að skora snertimark eftir frábæra sendingu frá Tom Brady. Aftur munaði því bara þremur stigum á liðunum en staðan var þarna 29-26 fyrir Eagles. TB12 finds @ChrisHogan_15 for the @Patriots TOUCHDOWN! #SBLII#NotDonepic.twitter.com/BJ6wZwts0g — NFL (@NFL) February 5, 2018 Philadelphia Eagles komst aftur sex stigum. yfir, 32-26, eftir vallarmark frá Jake Elliott. Þetta var hins vegar seinni hálfleikur Rob Gronkowski sem skoraði sitt annað snertimark í hálfleiknum eftir sendingu frá Tom Brady og jafnaði metin í 32-32. Sparkarinn Stephen Gostkowski afgreiddi síðan aukastigið og New England Patriots var komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 33-32. TB12 to @RobGronkowski... AGAIN. Touchdown, @Patriots! #SBLII#NotDonepic.twitter.com/P7nh7Keowv — NFL (@NFL) February 5, 2018 Liðsmenn Philadelphia Eagles voru hvergi hættir og létu það ekki slá sig útaf laginu að lenda undir í fyrsta sinn. Nick Foles fór með liðið upp völlinn og fann að lokum innherjann Zach Ertz sem kom Eagles í 38-33. Eagles reyndu við tvö stig en tókst ekki að landa þeim og því munaði fimm stigum þegar 2:21 voru eftir af leiknum. .@NFoles_9 to @ZERTZ_86 for the @Eagles TD!! #SBLIIpic.twitter.com/WyaH93hkw2 — NFL (@NFL) February 5, 2018 Nú var komið að Tom Brady en ekkert varð að stórsókn Patriots því fyrsta leikstjórnandafella Eagles-liðsins kom á frábærum tíma. Varnarmenn náðu ekki aðeins að fella Brady heldur einnig að stela af honum boltanum. Brandon Graham var maðurinn sem stoppaði Brady. Allt í einu var sigur Eagles í sjónmáli á meðan Brady settist aftur á bekkinn á hliðarlínunni. OH MY GOODNESS. #SBLIIpic.twitter.com/t5NrJ5WeHG — NFL (@NFL) February 5, 2018 Jake Elliott skoraði vallarmark og kom Eagles í 41-33. Brady fékk nú 65 sekúndur til að framkalla enn einn kraftaverkið. Það tókst ekki og Ernirnir fögnuðu gríðarlega þegar klukkan rann út. NFL Ofurskálin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira
Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. Flestir spekingar bjuggust fyrir leikinn við sjötta sigri Patriots á átján árum en Örnunum frá Philadelphia tókst loksins að vinna sinn fyrsta titil. Philadelphia-liðið lenti í mótlæti á tímabilinu og missti meðal annars leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandsslit undir lok deildarkeppninnar. Nick Foles tók við leikstjórnandastöðunni og var frábær í úrslitakeppninni. Hann var samt aldrei betri en í sjálfum úrslitaleiknum í nótt þar sem hann leiddi liðið til sigurs. Foles kastaði alls 373 jarda og fyrir þremur snertimörkum. Foles var líka kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins í leikslok sem er magnað afrek hjá leikmanni sem var sat gleymdur á bekk Philadelphia Eagles þegar aðalleikstjórnandinn Carson Wentz var að spila sem best. An incredible moment for @NFoles_9 and @cj_wentz. #FlyEaglesFly#SBLIIpic.twitter.com/Wp1P6n80NF — NFL (@NFL) February 5, 2018 Doug Pederson, þjálfari Philadelphia Eagles, kórónaði líka magnað tímabil með því að mæta hugrakkur og kokhraustur í úrslitaleikinn. Ernirnir sóttu þennan sigur í nótt og mættu í sóknarhug. Pederson tók oft mikla áhættu í nótt og það gekk upp. Tom Brady átti möguleika á að vinna sinn sjötta titil og leiða New England Patriots til sigurs annað árið í röð. Brady og félagar framkölluðu sannkallað kraftaverk í endurkomu sinni í fyrra og í nótt var liðið líka undir stærstan hluta leiksins. Þegar leið á leikinn virtist þó vera sem endurkoma Brady og félaga væri að fæðast. Brady átti frábæran leik en þegar allir héldu að hann væri að hefja sigursóknina í lok leiksins tókst varnarmönnum Philadelphia Eagles að ná af honum boltanum á ögurstundu. Leikstjórnandafellan, sú fyrsta og eina í leiknum, gerði gott betur en að fella Brady því varnarmenn Eagles náðu líka af honum boltanum. Brady fékk nokkrar sekúndur til að bjarga málunum en það var ekkert kraftaverk í spilunum hjá Patriots í nótt. Super Bowl leikurinn var annars sannkölluð sýning á sóknarleik en minna fór fyrir varnarleiknum hjá liðunum. Liðin slógu á endanum mörg met hvað varðar sóknarleikinn. From underdogs to @SuperBowl Champs. Incredible. #SBLII#FlyEaglesFlypic.twitter.com/ZvQDxxplJa — NFL (@NFL) February 5, 2018 Leikurinn byrjaði frábærlega og bauð nánast upp á mögnuð tilþrif frá fyrstu mínútu. Leikstjórnendur liðanna áttu hvert risakastið á fætur öðru og söfnuðu jördunum eins og aldrei áður hafði sést í Super Bowl. Hlauparar liðanna fengu einnig tækifæri til að láta ljós sitt skína. Philadelphia Eagles byrjaði vel í fyrstu sókn en varð að sætta sig við vallarmark. New England Patriots svaraði með góðri sókn en uppskeran var sú sama eða þrjú stig eftir vallarmark. Staðan var því 3-3 í upphafi leiks. Nick Foles, leikstjórnandi Eagles var hinsvegar búinn að finna taktinn og hann átti frábæra snertimarkssendingu á Alshon Jeffrey sem kom Eagles-liðinu í 9-3. Sparkari liðsins, Jake Elliott, náði þó ekki að tryggja aukastigið. What a throw. WHAT A CATCH. This is just beautiful. @NFoles_9 + @TheWorldof_AJ. #FlyEaglesFly#SBLIIpic.twitter.com/4EfKczLGQj — NFL (@NFL) February 5, 2018 UNBELIEVABLE GRAB, @TheWorldof_AJ!!!! #FlyEaglesFly#SBLIIpic.twitter.com/oa7lrPtcls — NFL (@NFL) February 5, 2018 Patriots-liðið var aftur lent undir en að þessu sinni náðu Tom Brady og félagar ekki að svara þrátt fyrir að komast í gott færi. Fyrst náði liðið ekki að nýta þriðju tilraun á rauða svæðinu og svo klikkaði sparkarinn Stephen Gostkowski þegar hann reyndi við vallarmark. Við þetta bættist að besti útherji New England Patriots, Brandin Cooks, fékk þungt höfuðhögg og var útilokaður frá frekari þátttöku í leiknum. Frábær sending Foles fram völlinn á Alshon Jeffrey og svo glæsilegt hlaup LeGarrette Blount inn í vallarmarkið í framhaldinu kom Philadelphia Eagles í 15-3. Nú reyndu þeir við tvö stig en klikkuðu. Blount skoraði þarna á móti gömlu félögunum en hann hafði einmitt unnið titilinn tvisvar sinnum með Patriots á síðustu þremur árum. WE SEE YOU, @LG_Blount!@Eagles TOUCHDOWN! #SBLII#FlyEaglesFlypic.twitter.com/qigbevbwwR — NFL (@NFL) February 5, 2018 New England Patriots reyndi aftur að svara en ekki gekk það í næstu sókn þar sem Tom Brady skellti sér meðal annars í hlutverk útherja en án árangurs. Staðan var því ekki orðin góð og ekki batnaði hún þegar leikmenn Eagles brunuðu upp völlinn í næstu sókn. Nick Foles reyndi þá að finna Alshon Jeffrey einu sinni enn en Jeffrey missti boltann upp og varnarmanni Patroits tókst að stela sendingunni. Patriots liðið slapp því með skrekkinn enda þarna í hættu að lenda nítján stigum undir. Í stað þess brunaði Tom Brady upp völlinn sem endaði með því að James White hljóp í endamarkið og minnkaði muninn í 15-12. Aukastigið klikkaði hins vegar hjá sparkaranum Stephen Gostkowski sem átti ekki sinn besta hálfleik. .@SweetFeet_White just went BEASTMODE. #SBLII#NotDonepic.twitter.com/9GTLFVIroN — NFL (@NFL) February 5, 2018 Hálfleikurinn var hins vegar ekki búinn og langt frá því. Nick Foles fór með sitt lið upp allan völlinn en í stað þess að reyna að skora vallarmark á fjórðu tilraun þá bauð Eagles upp á sprellikerfi. Hugrekki þjálfara Eagles skildi marga eftir gapandi en þetta gekk upp. Nick Foles, sem hafði aldrei gripið bolta á ferlinum, endaði þá með því að skora sjálfur snertimark eftir sendingu frá innherjanum Trey Burton og eftir heppnað aukastig var staðan orðin 22-12 fyrir Eagles-liðið. Þannig var síðan staðan þegar kom að hálfleikssýningunni. YUP. Nick Foles is catching TD passes. In the @superbowl. Unbelievable. #SBLII#FlyEaglesFlypic.twitter.com/NGNpIrrshO — NFL (@NFL) February 5, 2018 Sýningin var reyndar löngu hafinn enda hafa menn varla séð annan eins fyrri hálfleik í Super Bowl og í nótt. Metin féllu líka í fyrri hálfleiknum þar sem bæði lið buðu í fyrsta sinn upp 300 jarda sóknarleik fyrir hlé en alls náðu þau saman 673 jördum í hálfleiknum. Rob Gronkowski, innherji Patriots, hafði varla sést í fyrri hálfleik en fyrsta sókn seinni hálfleiksins snérist nánast bara um hann. Rob Gronkowski greip fjórar sendingar frá Tom Brady í sókninni og sú síðasta var fyrir snertimarki. Patriots var þar með búið að minnka muninn í 22-19 og þriðji leikhlutinn nýhafinn. We have a @RobGronkowski TOUCHDOWN. You know what that means... GRONK SPIKE. #SBLII#NotDonepic.twitter.com/YtRn2DlfY6 — NFL (@NFL) February 5, 2018 Leikmenn Philadelphia Eagles voru hins vegar ekkert búnir að taka fótinn af bensíngjöfinn og Nick Foles bauð upp á enn eina frábæra sókn. Hún endaði á því að hlauparinn Corey Clement skoraði snertimark eftir að hafa gripið sendingu Foles og kom hann liðinu þar með aftur tíu stigum yfir, 29-19. Nick Foles with the absolute DIME! #SBLIIpic.twitter.com/xVaZmET7Y0 — NFL (@NFL) February 5, 2018 Liðin virtust nú komast upp völlinn í hverri sókn og næst var það komið að Chris Hogan, útherja Patriots, að skora snertimark eftir frábæra sendingu frá Tom Brady. Aftur munaði því bara þremur stigum á liðunum en staðan var þarna 29-26 fyrir Eagles. TB12 finds @ChrisHogan_15 for the @Patriots TOUCHDOWN! #SBLII#NotDonepic.twitter.com/BJ6wZwts0g — NFL (@NFL) February 5, 2018 Philadelphia Eagles komst aftur sex stigum. yfir, 32-26, eftir vallarmark frá Jake Elliott. Þetta var hins vegar seinni hálfleikur Rob Gronkowski sem skoraði sitt annað snertimark í hálfleiknum eftir sendingu frá Tom Brady og jafnaði metin í 32-32. Sparkarinn Stephen Gostkowski afgreiddi síðan aukastigið og New England Patriots var komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 33-32. TB12 to @RobGronkowski... AGAIN. Touchdown, @Patriots! #SBLII#NotDonepic.twitter.com/P7nh7Keowv — NFL (@NFL) February 5, 2018 Liðsmenn Philadelphia Eagles voru hvergi hættir og létu það ekki slá sig útaf laginu að lenda undir í fyrsta sinn. Nick Foles fór með liðið upp völlinn og fann að lokum innherjann Zach Ertz sem kom Eagles í 38-33. Eagles reyndu við tvö stig en tókst ekki að landa þeim og því munaði fimm stigum þegar 2:21 voru eftir af leiknum. .@NFoles_9 to @ZERTZ_86 for the @Eagles TD!! #SBLIIpic.twitter.com/WyaH93hkw2 — NFL (@NFL) February 5, 2018 Nú var komið að Tom Brady en ekkert varð að stórsókn Patriots því fyrsta leikstjórnandafella Eagles-liðsins kom á frábærum tíma. Varnarmenn náðu ekki aðeins að fella Brady heldur einnig að stela af honum boltanum. Brandon Graham var maðurinn sem stoppaði Brady. Allt í einu var sigur Eagles í sjónmáli á meðan Brady settist aftur á bekkinn á hliðarlínunni. OH MY GOODNESS. #SBLIIpic.twitter.com/t5NrJ5WeHG — NFL (@NFL) February 5, 2018 Jake Elliott skoraði vallarmark og kom Eagles í 41-33. Brady fékk nú 65 sekúndur til að framkalla enn einn kraftaverkið. Það tókst ekki og Ernirnir fögnuðu gríðarlega þegar klukkan rann út.
NFL Ofurskálin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira