Grensásvegur og Hallgrímskirkja Dóra Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:42 Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar