Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/ernir Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, beiti sér fyrir því að öll gögn sem liggja fyrir um það hvort að stöðugleikaskilyrði sem tengjast Arion banka séu uppfyllt verði gerð opinber, eða að minnsta kosti að þingmönnum verði gert kleift að nálgast þau. Sigmundur spurði Katrínu út í það hvort að ríkisstjórnin hyggist selja hlutinn eignarhaldsfélaginu Kaupþingi, sem að mestu er í eigu erlendra vogunarsjóða, sem greint hefur verið frá að hyggjast leysa til sín hlutinn á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi árið 2009. Þá spurði hann ráðherrann einnig hvort að ríkisstjórnin ætli að afsala sér forkaupsrétti að hlutabréfum í Arion fyrir skráningu á markað en samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Sagði stefnuleysi ríkja í stóru hagsmunamáli þjóðarinnar Sigmundur gagnrýndi einnig það sem hann sagði stefnuleysi ríkisstjórnarinnar þegar kæmi að fjármálakerfinu. Hann sagði að það kæmi fram í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin hefði enga stefnu þegar kæmi að þróun fjármálakerfisins. „Hún hafi hins vegar hug á að móta sér stefnu einhvern tímann síðar en ætlar að byrja á því að láta skrifa hvítbók sem við ætlum að ræða hér í þinginu einhvern tímann seinna. Auðvitað er það í sjálfu sér undarlegt og mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessu stóra hagsmunamáli þjóðarinnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að ríkisstjórnin væri að missa tökin á atburðarásinni. „Ljóst er að það hefur ekki verið vilji til að stíga inn í tilraunir vogunarsjóða til að leggja undir sig Arion banka og hafa þær tilraunir skilað þeim árangri að þeir eru þar komnir með mjög stóran hlut og áform um að auka hann enn,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði forsendu fyrirspurnarinnar hvorki sanngjarna né rétta Katrín sagði að sér þætti það hvorki sanngjörn né rétt forsenda í þessari umræðu að tala um stefnuleysi ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin vill ná að skapa hér heilbrigða umræðu um hvernig við viljum þróa íslenskt fjármálakerfi til framtíðar. Þar hafa verið gerðar verulegar breytingar á undanförnum árum í ljósi þess að við erum hluti af hinum evrópska innri markaði. Hér hefur verið innleitt mjög umfangsmikið regluverk á sviði fjármálamarkaðar, sem háttvirtur þingmaður þekkir auðvitað vel, sem hefur gerbreytt stöðunni. Ástæða þess að ríkisstjórnin vill ráðast í gerð hvítbókar, sem við viljum fá að eiga samtal um á vettvangi þingsins, og kalla til þess sérfræðinga og erlenda ráðgjafa, er að skoða betur íslenska fjármálakerfið, hvort við teljum það regluverk fullnægjandi sem innleitt hefur verið á undanförnum árum,“ sagði Katrín í fyrra svari sínu og kvaðst ætla að koma nánar að forkaupsréttinum í síðara svari. Sigmundur ítrekaði því spurningu sína til ráðherrans: „Mun ríkisstjórnin afsala sér forkaupsrétti af bréfum í Arion banka? Mun hún selja vogunarsjóðum þau 13% sem ætlast er til að fá frá ríkisstjórninni?“ Sagði Katrín að þegar Sigmundur Davíð hefði verið forsætisráðherra hefði stöðugleikasamkomulagið verið gert og þar verið skilinn eftir opinn gluggi fyrir vogunarsjóðina til að koma inn í Arion banka. „Þá var samið um forkaupsréttinn, sem háttvirtur þingmaður spyr hér um. Við fórum ítarlega yfir það í minni tíð í stjórnarandstöðu og háttvirts þingmanns á vettvangi efnahags- og viðskiptanefndar þar sem niðurstaðan var að sá forkaupsréttur væri ekki til staðar í ljósi þeirra viðskipta sem þá áttu sér stað hvað varðar vogunarsjóðina,“ sagði Katrín og bætti síðan við að engin áform hefðu verið tekin um söluna á Arion. Hún benti hins vegar á að það væri vilji hjá ríkisstjórninni að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum en ekki auka það, en að ríkið myndi áfram eiga einn banka á markaði.„Yfirlýsingar eins og sú sem kom frá hæstvirtum forsætisráðherra áðan geta verið stórskaðlegar“ Sigmundur Davíð var ekki sáttur við svör ráðherra við fyrirspurn sinni og kvaddi sér því hljóðs að loknum óundirbúnum fyrirspurnum undir liðnum fundarstjórn forseta til að fá fram skýrari svör frá ráðherra. Auk þess biðlaði hann til forseta um að fyrrnefnd gögn um stöðugleikaskilyrðin og Arion yrðu gerð opinber. „Hæstvirtur forsætisráðherra lýsti því yfir áðan að ekki væri um neinn forkaupsrétt að ræða. Herra forseti hlýtur að vera að velta því fyrir sér eins og ég hvernig standi á því að þessir aðilar fari fram á við ríkið að það afsali sér forkaupsrétti ef enginn forkaupsréttur er til staðar. Nú þarf þingið að grípa hér inn í því að yfirlýsingar eins og sú sem kom frá hæstvirtum forsætisráðherra áðan geta verið stórskaðlegar og það er mikilvægt að við förum að ræða þetta mál á réttum forsendum,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín sagði að í svari sínu hefði hún vísað til umfjöllunar um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins þegar vogunarsjóðir keyptu í Arion banka á liðnu ári. „Þar var fjallað um þennan tiltekna forkaupsrétt og hvort hann hefði myndast við þau tilteknu kaup og niðurstaðan á vettvangi nefndarinnar var að það hefði ekki myndast forkaupsréttur við þau tilteknu kaup,“ sagði Katrín. Hún hvatti síðan Sigmund Davíð til að taka málið upp í efnahags-og viðskiptanefnd nú. Fleiri þingmenn Miðflokksins komu síðan í pontu þingsins undir liðnum fundarstjórn forseta og kölluðu eftir gögnum varðandi það hvort ríkið eigi forkaupsrétt að bréfum í bankanum. Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Kaupþing skoðar kaup á hlut ríkisins í Arion banka Kaupþing með áform um að nýta sér kauprétt að 13 prósenta hlut ríkissjóðs í Arion banka. Bókfært virði hlutarins er 29 milljarðar en ekki er vitað á hvaða gengi Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn. Lífeyrissjóðum verið boðið 25. janúar 2018 06:30 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, beiti sér fyrir því að öll gögn sem liggja fyrir um það hvort að stöðugleikaskilyrði sem tengjast Arion banka séu uppfyllt verði gerð opinber, eða að minnsta kosti að þingmönnum verði gert kleift að nálgast þau. Sigmundur spurði Katrínu út í það hvort að ríkisstjórnin hyggist selja hlutinn eignarhaldsfélaginu Kaupþingi, sem að mestu er í eigu erlendra vogunarsjóða, sem greint hefur verið frá að hyggjast leysa til sín hlutinn á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi árið 2009. Þá spurði hann ráðherrann einnig hvort að ríkisstjórnin ætli að afsala sér forkaupsrétti að hlutabréfum í Arion fyrir skráningu á markað en samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu haustið 2015 er gert ráð fyrir því að forkaupsréttur ríkisins sé endurskoðaður við opið hlutafjárútboð. Sagði stefnuleysi ríkja í stóru hagsmunamáli þjóðarinnar Sigmundur gagnrýndi einnig það sem hann sagði stefnuleysi ríkisstjórnarinnar þegar kæmi að fjármálakerfinu. Hann sagði að það kæmi fram í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin hefði enga stefnu þegar kæmi að þróun fjármálakerfisins. „Hún hafi hins vegar hug á að móta sér stefnu einhvern tímann síðar en ætlar að byrja á því að láta skrifa hvítbók sem við ætlum að ræða hér í þinginu einhvern tímann seinna. Auðvitað er það í sjálfu sér undarlegt og mikið áhyggjuefni að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessu stóra hagsmunamáli þjóðarinnar,“ sagði Sigmundur og bætti við að ríkisstjórnin væri að missa tökin á atburðarásinni. „Ljóst er að það hefur ekki verið vilji til að stíga inn í tilraunir vogunarsjóða til að leggja undir sig Arion banka og hafa þær tilraunir skilað þeim árangri að þeir eru þar komnir með mjög stóran hlut og áform um að auka hann enn,“ sagði Sigmundur Davíð.Sagði forsendu fyrirspurnarinnar hvorki sanngjarna né rétta Katrín sagði að sér þætti það hvorki sanngjörn né rétt forsenda í þessari umræðu að tala um stefnuleysi ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin vill ná að skapa hér heilbrigða umræðu um hvernig við viljum þróa íslenskt fjármálakerfi til framtíðar. Þar hafa verið gerðar verulegar breytingar á undanförnum árum í ljósi þess að við erum hluti af hinum evrópska innri markaði. Hér hefur verið innleitt mjög umfangsmikið regluverk á sviði fjármálamarkaðar, sem háttvirtur þingmaður þekkir auðvitað vel, sem hefur gerbreytt stöðunni. Ástæða þess að ríkisstjórnin vill ráðast í gerð hvítbókar, sem við viljum fá að eiga samtal um á vettvangi þingsins, og kalla til þess sérfræðinga og erlenda ráðgjafa, er að skoða betur íslenska fjármálakerfið, hvort við teljum það regluverk fullnægjandi sem innleitt hefur verið á undanförnum árum,“ sagði Katrín í fyrra svari sínu og kvaðst ætla að koma nánar að forkaupsréttinum í síðara svari. Sigmundur ítrekaði því spurningu sína til ráðherrans: „Mun ríkisstjórnin afsala sér forkaupsrétti af bréfum í Arion banka? Mun hún selja vogunarsjóðum þau 13% sem ætlast er til að fá frá ríkisstjórninni?“ Sagði Katrín að þegar Sigmundur Davíð hefði verið forsætisráðherra hefði stöðugleikasamkomulagið verið gert og þar verið skilinn eftir opinn gluggi fyrir vogunarsjóðina til að koma inn í Arion banka. „Þá var samið um forkaupsréttinn, sem háttvirtur þingmaður spyr hér um. Við fórum ítarlega yfir það í minni tíð í stjórnarandstöðu og háttvirts þingmanns á vettvangi efnahags- og viðskiptanefndar þar sem niðurstaðan var að sá forkaupsréttur væri ekki til staðar í ljósi þeirra viðskipta sem þá áttu sér stað hvað varðar vogunarsjóðina,“ sagði Katrín og bætti síðan við að engin áform hefðu verið tekin um söluna á Arion. Hún benti hins vegar á að það væri vilji hjá ríkisstjórninni að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum en ekki auka það, en að ríkið myndi áfram eiga einn banka á markaði.„Yfirlýsingar eins og sú sem kom frá hæstvirtum forsætisráðherra áðan geta verið stórskaðlegar“ Sigmundur Davíð var ekki sáttur við svör ráðherra við fyrirspurn sinni og kvaddi sér því hljóðs að loknum óundirbúnum fyrirspurnum undir liðnum fundarstjórn forseta til að fá fram skýrari svör frá ráðherra. Auk þess biðlaði hann til forseta um að fyrrnefnd gögn um stöðugleikaskilyrðin og Arion yrðu gerð opinber. „Hæstvirtur forsætisráðherra lýsti því yfir áðan að ekki væri um neinn forkaupsrétt að ræða. Herra forseti hlýtur að vera að velta því fyrir sér eins og ég hvernig standi á því að þessir aðilar fari fram á við ríkið að það afsali sér forkaupsrétti ef enginn forkaupsréttur er til staðar. Nú þarf þingið að grípa hér inn í því að yfirlýsingar eins og sú sem kom frá hæstvirtum forsætisráðherra áðan geta verið stórskaðlegar og það er mikilvægt að við förum að ræða þetta mál á réttum forsendum,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín sagði að í svari sínu hefði hún vísað til umfjöllunar um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins þegar vogunarsjóðir keyptu í Arion banka á liðnu ári. „Þar var fjallað um þennan tiltekna forkaupsrétt og hvort hann hefði myndast við þau tilteknu kaup og niðurstaðan á vettvangi nefndarinnar var að það hefði ekki myndast forkaupsréttur við þau tilteknu kaup,“ sagði Katrín. Hún hvatti síðan Sigmund Davíð til að taka málið upp í efnahags-og viðskiptanefnd nú. Fleiri þingmenn Miðflokksins komu síðan í pontu þingsins undir liðnum fundarstjórn forseta og kölluðu eftir gögnum varðandi það hvort ríkið eigi forkaupsrétt að bréfum í bankanum.
Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Kaupþing skoðar kaup á hlut ríkisins í Arion banka Kaupþing með áform um að nýta sér kauprétt að 13 prósenta hlut ríkissjóðs í Arion banka. Bókfært virði hlutarins er 29 milljarðar en ekki er vitað á hvaða gengi Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn. Lífeyrissjóðum verið boðið 25. janúar 2018 06:30 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30
Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30
Kaupþing skoðar kaup á hlut ríkisins í Arion banka Kaupþing með áform um að nýta sér kauprétt að 13 prósenta hlut ríkissjóðs í Arion banka. Bókfært virði hlutarins er 29 milljarðar en ekki er vitað á hvaða gengi Kaupþing getur nýtt sér kaupréttinn. Lífeyrissjóðum verið boðið 25. janúar 2018 06:30