Fækka hermönnum í Írak eftir fall kalífadæmisins Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 23:23 Bandarískir hermenn fylgjast með æfingum írakskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa eru byrjuð að fækka hermönnum landsins í Írak eftir að kalífadæmi Íslamska ríkisins var sigrað þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Bandaríkin fækka hermönnum í Írak en ekki liggur fyrir hver margir muni yfirgefa landið né hve margir verða eftir.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu einhverjir bandarískir hermenn verða áfram í landinu en fjöldi þeirra hefur ekki verið ákveðinn. Í september voru 8.892 bandarískir hermenn í Írak og einn embættismaður sagði að um 60 prósent þeirra myndu fara. Um fjögur þúsund yrðu eftir. Þegar mest var, árið 2007, voru um 170 þúsund bandarískir hermenn í Írak. Um þrír mánuðir í kosningar í Írak þar sem talið er að fylkingar vopnaðra manna með sterka tengingu við Íran muni spila stóra rullu. Þessar fylkingar hafa krafist þess að allir bandarískir hermenn yfirgefi landið og hefur Haider al-Abadi, forseti Írak, átt í erfiðleikum með að halda báðum hliðum ánægðum.Hafa áhyggjur af auknum áhrifum Íran Aukist áhrif áðurnefndra fylkinga í komandi kosningum er líklegt að Abadi muni færast nær þeim. Hann hefur þó sagt að írakski herinn muni þurfa þjálfun hermanna Bandaríkjanna um komandi ár. Súnnítar hafa þó áhyggjur af auknum áhrifum Íran í Írak og telja bandaríska herinn halda ákvæðnu jafnvægi á milli fylkinga og þjóðarbrota. Fækkun hermanna í Írak þykir líka til marks um aukna áherslu stjórnvalda Bandaríkjanna á að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞó að kalífadæmi Íslamska ríkisins hafi verið sigrað þýðir það ekki að samtökin sjálf séu úr leik. Þau verja enn nokkra bæi í Sýrlandi og sérfræðingar segja líklegt að meðlimir samtakanna muni snúa sér aftur að hryðjuverkum og skæruhernaði. Mið-Austurlönd Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa eru byrjuð að fækka hermönnum landsins í Írak eftir að kalífadæmi Íslamska ríkisins var sigrað þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Bandaríkin fækka hermönnum í Írak en ekki liggur fyrir hver margir muni yfirgefa landið né hve margir verða eftir.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu einhverjir bandarískir hermenn verða áfram í landinu en fjöldi þeirra hefur ekki verið ákveðinn. Í september voru 8.892 bandarískir hermenn í Írak og einn embættismaður sagði að um 60 prósent þeirra myndu fara. Um fjögur þúsund yrðu eftir. Þegar mest var, árið 2007, voru um 170 þúsund bandarískir hermenn í Írak. Um þrír mánuðir í kosningar í Írak þar sem talið er að fylkingar vopnaðra manna með sterka tengingu við Íran muni spila stóra rullu. Þessar fylkingar hafa krafist þess að allir bandarískir hermenn yfirgefi landið og hefur Haider al-Abadi, forseti Írak, átt í erfiðleikum með að halda báðum hliðum ánægðum.Hafa áhyggjur af auknum áhrifum Íran Aukist áhrif áðurnefndra fylkinga í komandi kosningum er líklegt að Abadi muni færast nær þeim. Hann hefur þó sagt að írakski herinn muni þurfa þjálfun hermanna Bandaríkjanna um komandi ár. Súnnítar hafa þó áhyggjur af auknum áhrifum Íran í Írak og telja bandaríska herinn halda ákvæðnu jafnvægi á milli fylkinga og þjóðarbrota. Fækkun hermanna í Írak þykir líka til marks um aukna áherslu stjórnvalda Bandaríkjanna á að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞó að kalífadæmi Íslamska ríkisins hafi verið sigrað þýðir það ekki að samtökin sjálf séu úr leik. Þau verja enn nokkra bæi í Sýrlandi og sérfræðingar segja líklegt að meðlimir samtakanna muni snúa sér aftur að hryðjuverkum og skæruhernaði.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Handvelja blaðamenn sem sitja blaðamannafund Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira