Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 13:53 Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðu sinni undir dagskrárliðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Helgi gerði störf mannanafnanefndar að umfjöllunarefni sínu og var það frétt Morgunblaðsins um unga stúlku sem fær ekki að heita Alex sem veitti honum innblástur. Alex Emma má ekki heita Alex vegna þess að nefndin samþykkir eiginnafnið Alex ekki sem kvenmannsnafn. Foreldrar stúlkunnar ætla að leita réttar síns hjá dómstólum. „Þetta er úrskurður mannanafnandnefndar, þeirrar umdeildu nefndar sem er réttilega umdeild enda fráleitt fyrirbæri,“ sagði Helgi Hrafn Helgi Hrafn sagði lög um mannanöfn vera óskapnað sem hefði aldrei átt að festa í lög til að byrja með. „Hvernig gerðist það að Íslendingum datt til hugar að spyrja yfirvöld hvort þeir megi heita eitthvað eins og Alex ef þeir eru af „röngu kyni?“ Hvernig datt okkur þetta í hug?“Alex næstur í pontu Sagði Helgi Hrafn að fólk rökstyðji oft tilveru nefndarinnar með því að vísa í réttindi barna en benti Helgi þá á barnaverndarnefnd og barnaverndarlög. „Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir.“ „Þá vill svo til að til máls tekur Alex Björn Bulow Stefánsson,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis að lokinni ræðu Helga Hrafns. Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins sem tók í dag sæti fyrir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hélt Alex jómfrúarræðu sína eftir nokkur hlátrasköll í þingsal þegar hann var kynntur til leiks af forseta Alþingis. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór mikinn í ræðu sinni undir dagskrárliðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Helgi gerði störf mannanafnanefndar að umfjöllunarefni sínu og var það frétt Morgunblaðsins um unga stúlku sem fær ekki að heita Alex sem veitti honum innblástur. Alex Emma má ekki heita Alex vegna þess að nefndin samþykkir eiginnafnið Alex ekki sem kvenmannsnafn. Foreldrar stúlkunnar ætla að leita réttar síns hjá dómstólum. „Þetta er úrskurður mannanafnandnefndar, þeirrar umdeildu nefndar sem er réttilega umdeild enda fráleitt fyrirbæri,“ sagði Helgi Hrafn Helgi Hrafn sagði lög um mannanöfn vera óskapnað sem hefði aldrei átt að festa í lög til að byrja með. „Hvernig gerðist það að Íslendingum datt til hugar að spyrja yfirvöld hvort þeir megi heita eitthvað eins og Alex ef þeir eru af „röngu kyni?“ Hvernig datt okkur þetta í hug?“Alex næstur í pontu Sagði Helgi Hrafn að fólk rökstyðji oft tilveru nefndarinnar með því að vísa í réttindi barna en benti Helgi þá á barnaverndarnefnd og barnaverndarlög. „Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir.“ „Þá vill svo til að til máls tekur Alex Björn Bulow Stefánsson,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis að lokinni ræðu Helga Hrafns. Alex Björn er varaþingmaður Framsóknarflokksins sem tók í dag sæti fyrir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hélt Alex jómfrúarræðu sína eftir nokkur hlátrasköll í þingsal þegar hann var kynntur til leiks af forseta Alþingis.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira