Guðmundur: Snýst ekki um peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 17:39 Guðmundur Guðmundsson á fundinum í dag. Vísir Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira