Ætla að nýta sjóði VR til íbúðakaupa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Stefán Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira