Óskarsverðlaun borga sig Björn Berg Gunnarsson og skrifa 7. febrúar 2018 07:00 Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar