Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun