Ráðgjafi Trump hættir eftir frásagnir fyrrverandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 05:23 Rob Porter sést hér ræða við forsetann á göngum Hvíta hússins. Vísir/Getty Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira