Guðmundur til í uppgjör við Wilbek sem reyndi að láta reka hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson og Ulrik Wilbek voru engir vinir þegar stormurinn var sem mestur. vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson var á þriðjudaginn ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta í þriðja sinn en þessi sigursæli þjálfari var síðast þjálfari landsliðs Barein. Það var með danska landsliðinu þar sem hann náði sínum mesta árangri en hann gerði liðið að Ólympíumeistara árið 2016 í Ríó í skugga mikillar valdabaráttu og leiðinda. Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og þáverandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, lét eins og kjáni á meðan Ólympíuleikunum stóð og reyndi að láta reka Guðmund á meðan mótinu stóð. Í skugga þess stóð Guðmundur uppi með gullið.Guðmundur var ráðinn í þriðja sinn til HSÍ á þriðjudaginn.tomUpplifað ýmislegt „Maður þarf að upplifa neikvæða hluti og jákvæða í þessu. Eins og með Danina. Ég geri þá að Ólympíumeisturum en svo eru bara endalaus leiðindi,“ segir Guðmundur, en hann var í ríflega hálftíma löngu viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem óhætt er að mæla með að hlusta á. „Ég skil þetta ekki enn þá. En, svo eftir á, hugsa ég með mér að ég vann Ólympíugull með Dönum. Allt sem gerðist í kringum það fer bara í reynslubankann í dag.“ Það var á endanum Wilbek sem þurfti að víkja og Guðmudur fór með Danina á HM 2017 í Frakklandi en féll þar úr leik í átta liða úrslitum fyrir Svíþjóð. Hann var búinn að segja upp fyrir mótið og kvaddi sem Ólympíumeistari. „Ég er búinn að upplifa ýmislegt á mínum ferli og á endanum verð ég bara að taka það jákvæða út úr því. Ég endaði á því að kveðja Dani bara með virtum. Ég vildi ekki skella einhverjum hurðum. Ég hefði getað sagt frá öllu í viðtölum. Það hafa margir beðið mig um að koma í viðtal og segja frá mínum samskiptum við Ulrik Wilbek, danska sambandið og fréttamennina en ég ákvað að gera það ekki,“ segir Guðmundur.Guðmundur stýrði Barein síðast.vísir/gettyHann myndi heilsa mér „Mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ég bara nýtti þessa reynslu fyrir mig og tók þá ákvörðun að kúpla mig aðeins út úr þessu og fara til Barein. Það var frábær ákvörðun. Hluti af þeirri ákvörðun var að fara út úr þessu fjölmiðlafári og taka við liði sem kunni virkilega að meta mig. Þetta var stórkostlegur tími.“ Aðspurður hvort hann myndi heilsa Ulrik Wilbek í dag byrjar Guðmundur á því að skellihlæja en segir svo: „Já, ég hugsa það. Ég efast ekki um að hann myndi heilsa mér á móti. Staðreyndin er þessi: Ég lenti aldrei í neinum átökum við hann beint. Það sem að hann gerði einhvers staðar á bakvið tjöldin vissi ég ekki af. Ég hugsa að ég myndi bara tala við hann. Það þýðir lítið að vera í einhverjum deilum við hann eða láta sér líða illa yfir því. Alls ekki.“ Væri Guðmundur til í uppgjör við Wilbek? „Já, ég væri alveg til í það. Ég verð að segja það.“ Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira