Rúmlega milljón króna biti sem Njarðvík þarf að kyngja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2018 16:15 Kristinn Pálsson í leik með U-20 ára landsliði Íslands. vísir/ernir Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira