Ekkert er nýtt undir sólinni Auður Guðjónsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar