Rúmlega milljón króna biti sem Njarðvík þarf að kyngja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Kristinn Pálsson vísir/ernir Körfubolti Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Körfubolti Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti