Rúmlega milljón króna biti sem Njarðvík þarf að kyngja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Kristinn Pálsson vísir/ernir Körfubolti Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Körfubolti Njarðvíkingar vonast til að Kristinn Pálsson snúi aftur á parketið þegar þeir taka á móti Þórsurum frá Akureyri í kvöld. Kristinn hefur ekkert spilað með Njarðvík frá því um miðjan janúar eftir að FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandið, afturkallaði keppnisleyfi hans. Á mánudaginn dæmdi FIBA svo körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til að greiða ítalska liðinu Stella Azzura uppeldisbætur vegna Kristins. Njarðvíkingar eru ósáttir við niðurstöðu dómsins og þá túlkun að Stella Azzura teljist uppeldisfélag leikmannsins. „Kristinn kemur til okkar um miðjan desember frá Marist-háskólanum í Bandaríkjunum. Leyfið hans (e. letter of clearance) lá inni hjá Stella Azzura meðan hann var í háskóla. Við töldum að það væri tiltölulega einfalt að sækja það en þá kom á daginn að þeir vildu fá uppeldisbætur fyrir hann þar sem hann var enn skráður hjá félaginu þegar hann var 18 ára,“ sagði Friðrik Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar leikmaður verður 18 ára er félagið sem hann er skráður í talið uppeldisfélag hans, jafnvel þótt hann hafi verið hjá okkur frá sex til 15 ára aldurs. Við eyddum níu árum í að þjálfa hann upp og það er einhver ástæða fyrir því að Stella Azzura vildi hann.“ Njarðvík var dæmt til að greiða ítalska liðinu uppeldisbætur í þremur liðum; vegna sérstaks félagaskiptagjalds fyrir leikmenn yngri en 18 ára, skólagöngu Kristins á Ítalíu og uppihalds hans. „Dómurinn var ítarlegur, níu blaðsíðna langur. Þegar við ráðfærðum okkur við lögfróða menn var okkur ráðlagt að borga þessa upphæð,“ sagði Friðrik. Njarðvíkingar hefðu getað áfrýjað dómnum en það hefði tekið sinn tíma og Kristinn gæti ekki spilað með Njarðvík á meðan. Upphaflega krafðist Stella Azzura um níu milljóna króna í uppeldisbætur. Á endanum var Njarðvík dæmt til að greiða ítalska liðinu 1,2 milljónir króna. Friðrik segir að Njarðvík muni borga upphæðina í dag og Kristinn fái því vonandi grænt ljós á að spila gegn Þór í kvöld. En eru Njarðvíkingar búnir að safna fyrir þessu? „Það er að reytast inn á okkur peningur úr alls konar áttum. Við erum þakklát fyrir það. Vonandi kemur sem mest inn svo við getum lokað þessu dæmi,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að þetta sé erfiður biti að kyngja. Það sé þó nauðsynlegt til að Kristinn geti byrjað að spila á nýjan leik. „Stóra ástæðan fyrir að við ákváðum að borga þetta var að við vildum ekki halda honum lengur í frosti. Það er hræðilegt að hann sé í þeirri stöðu að geta ekki spilað fyrr en þeir segja já.“ Friðrik segist ekki muna eftir sambærilegu dæmi hér á landi. „Ég held að þetta sé einsdæmi. En svo hef ég heyrt að þetta sé að verða algengara í Evrópu og þeir kalli þetta leikmannagildrur,“ sagði Friðrik og bætti við að Ítalirnir kunni greinilega til verka í svona málum. „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir eru greinilega engir nýgræðingar í þessum efnum. Þeir þekktu reglurnar út og inn og vissu að þeir þyrftu að bjóða honum samning sem þeir gerðu fyrir 3-4 vikum,“ sagði Friðrik en Stella Azzura þurfti að gera Kristni samningstilboð til að geta gert tilkall til uppeldisbóta. Engu breytti þótt hann hafnaði tilboði félagsins. „Við gerum okkur vonir um að við fáum leyfið fyrir hann á morgun [í dag],“ sagði Friðrik að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira