Varamaður Tom Brady orðinn launahæstur í NFL eftir að byrja aðeins sjö leiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2018 11:00 Jimmy Garoppolo á nú fyrir salti í grautinn. getty Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun. NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun.
NFL Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira