Lindsey Vonn brotnaði niður og grét á fyrsta blaðamannafundi sínum í PyeongChang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 10:30 Lindsey Vonn á fundinum. Vísir/Getty Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira
Það var tilfinningarík stund á blaðamannafundi Lindsey Vonn í PyeongChang í Suður-Kóreu í nótt en bandaríska skíðakonan hélt þá sinn fyrsta blaðamannafund eftir komuna til Suður-Kóreu. Lindsey Vonn er fyrrum Ólympíumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og hefur unnið 81 mót í heimsbikarnum. Hún er með 1,2 milljón fylgendur á Instagram og er ein frægasta íþróttakona heims. Það eru miklar væntingar gerðar til Lindsey Vonn á Ólympíuleikunum í PyeongChang enda hefur hún verið að skíða frábærlega í heimsbikarnum. Það var því gríðarlegur áhugi á því að spyrja Vonn spjörunum úr á þessum fundi. Vonn brotnaði hinsvegar niður á blaðmannafundinum og það fyrir framan risastóran sal með yfir hundrað fjölmiðlamönnum. Ástæðan var að Vonn byrjaði að tala um afa sinn, Don Kildow, sem lést í nóvember síðastliðnum. „Ég sakna hans svo mikið. Ég vildi óska þessa að hann væri á lífi og gæti séð mig á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Lindsey Vonn og gat ekki haldið aftur af tárunum.Since I’m on the plane heading to Korea, I’d like to share why these Olympics are so special to me. My grandfather recently passed away and I will be competing for him, I will make him proud. Here is the last visit I had with him before he died. https://t.co/9TXAC9zfGi — lindsey vonn (@lindseyvonn) February 7, 2018 Afi hennar barðist í Kóreustríðinu og búðir hans voru stutt frá því þar sem Vonn mun keppa á Ólympíuleikunum. „Hann var stór hluti af mínu lífi og ég ætla að vinna gullið fyrir hann,“ sagði Lindsey Vonn. Hún er sigurstranglegust í bruni á Ólympíuleikunum í PyeongChang. Lindsey Vonn ferðaðist ekki ein til Suður-Kóreu því með í för var hundurinn Lucy. Fluginu seinkaði um sex tíma og það tók hana alls sólarhring að komast á réttan stað.Lucy is a little terrified. LOL I think that it’s by this 24-hour journey. What do you think, @lindseyvonn? pic.twitter.com/ftQtqJzGLh — patrycja (@PATIJK13) February 8, 2018 „Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að taka hana með því þetta er svo langt í burtu. Ég vildi bara að hún væri með í mikilvægustu keppninni minni. Síðan ég skildi þá hef ég haft mikinn tíma fyrir mig sjálfa. Það er einmannalegt og erfitt að vera ein á hóteli og þessa vegna er gott að hafa hana alltaf með mér,“ sagði Vonn. Lucy Vonn kunni greinilega vel við sviðsljósið á blaðamannfundinum. „Hún er án ef stærri stjarna en ég,“ sagði Vonn.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira