Stal aftur senunni á setningarhátíð ÓL og mætti ber að ofan í frostinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 12:42 Tongamaðurinn Pita Taufatofua. Vísir/Getty Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Tongamaðurinn Pita Taufatofua vakti mikla athygli á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í dag. Hann leggur það í vana sinn að stela senunni þegar Ólympíuleikar eru settir. Það muna margir eftir honum þegar hann kom inn á leikvanginn á setningarhátíð síðustu sumarólympíuleika í Ríó en þá mætti hann olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi. Pita Taufatofua tók þátt í tækvondó á ÓL í Ríó 2016 en honum tókst einnig að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikunum og það í skíðagöngu. Það er frost og ískalt í Pyeongchang en það kom þó ekki í veg fyrir að Pita Taufatofua mætti aftur olíuborinn, ber að ofan og í strápilsi inn á setningarhátíðina. Á meðan allir aðrir keppendur voru innpakkaðir í úlpu og góðan hlífðarfatnað í frostinu þá gekk Pita Taufatofua um brosandi í pilsi einu fata.Two years on from Rio and @PitaTaufatofua is topless again! Welcome Tonga to the Winter @Olympics! See more on @pyeongchang2018 here: https://t.co/M70cMvG6ulpic.twitter.com/w8IQKpDLgM — Olympic Channel (@olympicchannel) February 9, 2018 Pita Taufatofua er eini keppandi Tonga á leikunum en þessi eyjaklassi í Pólýnesíu býður ekki alveg upp á kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Tonga eða Vináttueyjar er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Hawaii. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Þar er sól og yfir tuttugu stiga hiti allt árið. Það hefur verið flakk á kappanum að undanförnu. Pita mætti nefnilega til Íslands til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en það gerði hann alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum á Ísafirði. Hinn 34 ára gamli Pita var búinn að mistakast það að tryggja sig inn á leikana á sjö mótum þegar hann kom til Ísafjarðar. Ísafjörður var hans síðasta von og þar tókst honum að tryggja sér farseðilinn. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Pita Taufatofua sem var tekið á Ísafirði og fyrir fésbókarsíðu Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Tonga Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira