Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2018 14:41 Ingvi Hrafn segir Ása útum allt, og alveg séríslenskt að núa mönnum því um nasir að vera of duglegir. visir/Anton Brink/Facebook Fjölmargir velta nú vöngum yfir hinni miklu keyrslu sem hefur verið á Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins en hann fékk 4,3 milljónir endurgreiddar frá þinginu vegna aksturs í fyrra. Ásmundur skilur gagnrýnina en er hvergi nærri af baki dottinn.Ásmundur fékk ekki krónu frá ÍNNEinn er sá maður sem telur þetta ekki mikið og hann heitir Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum sjónvarpsstjóri ÍNN en Ásmundur var með reglulega þætti á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar í fyrra. Spurt er hvort Ingvi Hrafn hafi pungað út vegna kostnaðar við ferðir Ásmundar við þá dagskrárgerð? Audlindakistan_19APR17 from inntv on Vimeo.„Aldrei krónu,“ segir Ingvi Hrafn harðákveðinn. Ásmundur fékk hvorki greiddan kostnað vegna þeirrar dagskrárgerðar né greitt fyrir dagskrárgerðina sem slíka.En, má þá skilja þetta svo að þingið hafi verið að greiða þann kostnað – óbeint að borga fyrir dagskrárgerð á ÍNN? „Þetta var ekki þannig. Nú veit ég ekki eftir hverju þú ert að slægjast? En, þetta var þannig að tæknimaður ÍNN hann elti Ása. Það var ekki þannig að ríkið væri að borga eitt né neitt. Það var ákveðið að hann yrði staddur í kjördæminu þennan dag, langaði til að taka þetta, tók stundum tvo eða þrjá þætti í ferðinni, og tæknistjórinn hitti hann þar sem var ákveðið.“Ekkert hankí pankíIngvi Hrafn vill meina að Ásmundur hafi ekki verið á sínum vegum. „Við nutum þess þegar hann var í kjördæminu sínu, hann leyfði okkur að njóta þess efnis, byggt á minni hvatningu til hans; okkur vantar innlent efni. Leyfðu okkur að njóta þess þegar þú ert á þessum ferðum. Ekkert hankí pankí.“Ásmundur er ekki bara úti að aka, hann hefur einsett sér að ganga kjördæmi sitt, sem er gríðarstórt, endilangt.facebookIngvi Hrafn segir það nýjasta að nú ætli Ásmundur að ganga kjördæmi sitt á enda, sem er ekki lítið, frá Vatnsleysuströnd til Hafnar í Hornafirði.Hann þarf varla mikið bensín í það? „Neinei. Neineni, en hann er að taka þetta í 10 til 15 km áföngum. Þessi gæi er kominn frammúr fimm sex á morgnana. Hitta karlana á vigtinni, setja á stokk endurvinnslu fyrir fatlaða... hann er allstaðar. Ef einhverjir væru að reyna að koma einhverjum sögum á flot eru það þeir sem öfunda hann af dugnaðinum. En Ása er allstaðar vel tekið, jafnt af kommúnistum sem íhaldsmönnum. Hann ofdekrar kjósendur sína.“Verið að refsa honum fyrir dugnaðinn Ingvi Hrafn er reyndar á því að umræðan vegna kostnaðar við ferðir Ásmundar um landið sé blöskranleg. „Ég hef fylgst með þingstörfum í 40 ár og fylgst vel með pólitík. Ég hef aldrei fyrirhitt þingmann sem er jafn duglegur og víðförull um þetta kjördæmi sitt og Ásmundur Friðriksson. Það kostar að keyra kjördæmið, og nú er verið að núa karlræflinum því um nasir að hann sé svona duglegur! Sakaður um óheiðarleika. Ef þetta er ekki íslenskt, þá veit ég ekki hvað það er.“ Ingvi Hrafn bendir á að Ásmundur hefði getað leigt bíl en hann kaus að aka á sínum eigin bíl samkvæmt akstursdagbók. Strangheiðarlegur. „Ég fullyrði að hann rukkar ekki íslenska skattgreiðendur um krónu umfram það sem þetta kostar.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fjölmargir velta nú vöngum yfir hinni miklu keyrslu sem hefur verið á Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins en hann fékk 4,3 milljónir endurgreiddar frá þinginu vegna aksturs í fyrra. Ásmundur skilur gagnrýnina en er hvergi nærri af baki dottinn.Ásmundur fékk ekki krónu frá ÍNNEinn er sá maður sem telur þetta ekki mikið og hann heitir Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum sjónvarpsstjóri ÍNN en Ásmundur var með reglulega þætti á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar í fyrra. Spurt er hvort Ingvi Hrafn hafi pungað út vegna kostnaðar við ferðir Ásmundar við þá dagskrárgerð? Audlindakistan_19APR17 from inntv on Vimeo.„Aldrei krónu,“ segir Ingvi Hrafn harðákveðinn. Ásmundur fékk hvorki greiddan kostnað vegna þeirrar dagskrárgerðar né greitt fyrir dagskrárgerðina sem slíka.En, má þá skilja þetta svo að þingið hafi verið að greiða þann kostnað – óbeint að borga fyrir dagskrárgerð á ÍNN? „Þetta var ekki þannig. Nú veit ég ekki eftir hverju þú ert að slægjast? En, þetta var þannig að tæknimaður ÍNN hann elti Ása. Það var ekki þannig að ríkið væri að borga eitt né neitt. Það var ákveðið að hann yrði staddur í kjördæminu þennan dag, langaði til að taka þetta, tók stundum tvo eða þrjá þætti í ferðinni, og tæknistjórinn hitti hann þar sem var ákveðið.“Ekkert hankí pankíIngvi Hrafn vill meina að Ásmundur hafi ekki verið á sínum vegum. „Við nutum þess þegar hann var í kjördæminu sínu, hann leyfði okkur að njóta þess efnis, byggt á minni hvatningu til hans; okkur vantar innlent efni. Leyfðu okkur að njóta þess þegar þú ert á þessum ferðum. Ekkert hankí pankí.“Ásmundur er ekki bara úti að aka, hann hefur einsett sér að ganga kjördæmi sitt, sem er gríðarstórt, endilangt.facebookIngvi Hrafn segir það nýjasta að nú ætli Ásmundur að ganga kjördæmi sitt á enda, sem er ekki lítið, frá Vatnsleysuströnd til Hafnar í Hornafirði.Hann þarf varla mikið bensín í það? „Neinei. Neineni, en hann er að taka þetta í 10 til 15 km áföngum. Þessi gæi er kominn frammúr fimm sex á morgnana. Hitta karlana á vigtinni, setja á stokk endurvinnslu fyrir fatlaða... hann er allstaðar. Ef einhverjir væru að reyna að koma einhverjum sögum á flot eru það þeir sem öfunda hann af dugnaðinum. En Ása er allstaðar vel tekið, jafnt af kommúnistum sem íhaldsmönnum. Hann ofdekrar kjósendur sína.“Verið að refsa honum fyrir dugnaðinn Ingvi Hrafn er reyndar á því að umræðan vegna kostnaðar við ferðir Ásmundar um landið sé blöskranleg. „Ég hef fylgst með þingstörfum í 40 ár og fylgst vel með pólitík. Ég hef aldrei fyrirhitt þingmann sem er jafn duglegur og víðförull um þetta kjördæmi sitt og Ásmundur Friðriksson. Það kostar að keyra kjördæmið, og nú er verið að núa karlræflinum því um nasir að hann sé svona duglegur! Sakaður um óheiðarleika. Ef þetta er ekki íslenskt, þá veit ég ekki hvað það er.“ Ingvi Hrafn bendir á að Ásmundur hefði getað leigt bíl en hann kaus að aka á sínum eigin bíl samkvæmt akstursdagbók. Strangheiðarlegur. „Ég fullyrði að hann rukkar ekki íslenska skattgreiðendur um krónu umfram það sem þetta kostar.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30