Trump óskar starfsmanni og meintum ofbeldismanni alls hins besta Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2018 19:19 Rob Porter og John Kelly. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist leiður yfir ásökunum um að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hafi beitt eiginkonur sínar ofbeldi. Starfsmaðurinn, Rob Porter, hefur sagt upp störfum en Trump sagði blaðamönnum í dag að hann hefði staðið sig frábærlega í starfi og óskaði honum alls hins besta. Þar að auki óskaði Trump Porter glæsilegs frama í því næsta sem hann tæki sér fyrir hendur. Tvær fyrrverandi eiginkonur Porter hafa sakaði hann um ofbeldi og í kjölfarið steig einnig gömul kærasta fram og sagði hann sömuleiðis hafa beitt sig ofbeldi. Porter þvertekur fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi.Sjá einnig: Starfsmaður Hvíta hússins hættir vegna ásakana um heimilisofbeldiTrump sagðist mjög sorgmæddur yfir þessum fregnum og að þær hefðu komið sér á óvart. Þá ítrekaði hann að Porter sagðist saklaus og að blaðamenn yrðu að muna það.John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, er nú undir þrýstingi fyrir að hafa komið Porter dyggilega til varnar. Hann mun sömuleiðis hafa vitað af ásökunum um nokkuð skeið eftir að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, ræddu við eiginkonur Porter vegna umsóknar um að hann fengi heimild til að meðhöndla leynileg gögn. FBI sagði forsvarsmönnum Hvíta hússins frá hinu meinta heimilisofbeldi og þeirri staðreynd að önnur eiginkona Porter hafði fengið nálgunarbann á hann í júní í fyrra. Fyrir nokkrum vikum lagði FBI til að Porter myndi ekki fá þá heimild.Trump með augun á Kelly Trump er nú sagður íhuga að reka Kelly en það er þó ekki vegna þess að hann þagði yfir ásökunum eða leyfði Porter að starfa áfram í Hvíta húsinu þó hann fengi ekki öryggisheimild.Samkvæmt heimildum NBC News innan Hvíta hússins er ástæðan sú að Kelly sem kom Porter til varnar, dró úr stuðningi sínum við Porter þegar myndir voru birtar sem sýndu aðra eiginkonu hans með áverka á andliti sem hún segist hafa fengið eftir að Porter kýldi hana.Trump mun einnig vera pirraður út í Kelly vegna ummæla hans í fjölmiðlum undanfarið. Þar á meðal ummæla um að skoðanir Trump á innflytjendamálum væru að „þróast“ og að sumir innflytjendur væru of latir til að sækja um ríkisborgararétt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira