Borgarlína? Nei takk! Guðmundur Edgarsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í umræðum undanfarna daga um almenningssamgöngur og borgarlínu er miður að enginn hafi varpað fram eftirfarandi lykilspurningu: Hvers vegna eru sveitarfélög að reka strætó? Er einhver ástæða fyrir því að ríki eða sveitarfélög reki strætó frekar en rútufyrirtæki, leigubíla eða flugfélög? Og hver er árangurinn? Hann er slíkur, að einungis brotabrot af fólki kýs að nota strætó að staðaldri og bullandi tap hefur verið á rekstri hans um áratuga skeið. Sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur nefnilega ekki tekist betur til en svo, að í huga meginþorra fólks er strætó einhver stórtækasti tímaþjófur og óhentugasti fararskjóti nútímamannsins, sem um getur. Það blasir því við að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi rekstur strætó frá sér og leyfi markaðnum að spreyta sig, rétt eins og markaðnum hefur verið treyst fyrir ýmsum öðrum sviðum flutningsmiðlunar eða almenningssamgangna eins og skipaflutningum og flugsamgöngum. Varla er flóknara að reka leiðakerfi Strætó en flutningsnet Eimskipa eða áætlanakerfi Icelandair?Einkavæðum strætó En hvaða form er skilvirkast á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Úr því fæst ekki skorið nema með því losa Strætó undan klóm pólitíkusa og opna fyrir samkeppni á frjálsum markaði. Jafnframt á að lækka álögur á íbúana sem nemur taprekstrinum. Miðstýrðar lausnir á borð við Borgarlínu ber að forðast enda enginn til að bera ábyrgð ef ævintýrið gengur ekki upp. Þannig á að hleypa Uber inn á leigubílamarkaðinn og leyfa öllum þeim sem hafa tilskilin ökuréttindi að reka strætóþjónustu. Samhliða ætti að dreifa byggð og umferð víðar um höfuðborgarsvæðið enda nóg landrými til staðar. Sömuleiðis er kominn tími til að bíleigendur fái þær samgöngubætur sem þeir hafa margfalt borgað fyrir með þar til gerðum sköttum og gjöldum í gegnum árin. Verði þessi bragarbót ekki gerð, munu íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins sitja fastir í umferðarteppu um ókomin ár á meðan hálftómir strætisvagnar keyra um á einkaakreinum um borgina þvera og endilanga með tugmilljarða tapi á ári hverju.Höfundur er kennari.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar