Óánægju gætir innan Bjartrar með samstarfið Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2018 08:00 Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur byggt tvö minni knatthús í Kaplakrika á síðasta áratug. Nú á að byggja knattspyrnuhús í fullri stærð. Þessi mynd er af byggingu minnsta hússins, sem kallað hefur verið Dvergurinn. vísir/gva Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira