Óánægju gætir innan Bjartrar með samstarfið Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2018 08:00 Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur byggt tvö minni knatthús í Kaplakrika á síðasta áratug. Nú á að byggja knattspyrnuhús í fullri stærð. Þessi mynd er af byggingu minnsta hússins, sem kallað hefur verið Dvergurinn. vísir/gva Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira