Óánægju gætir innan Bjartrar með samstarfið Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2018 08:00 Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur byggt tvö minni knatthús í Kaplakrika á síðasta áratug. Nú á að byggja knattspyrnuhús í fullri stærð. Þessi mynd er af byggingu minnsta hússins, sem kallað hefur verið Dvergurinn. vísir/gva Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Óánægju gætir innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði með það verklag að bjóða út þriðja knatthúsið í Kaplakrika án þess að endanleg útboðsgögn lægju fyrir í framkvæmdaráði bæjarins. Var ákveðið að bjóða út byggingu húsnæðisins áður en ráðið samþykkti endanleg útboðsgögn og lýsingu á húsinu. Formaður framkvæmdaráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögðin og að brestir séu í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Málið var tekið fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Þótti oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn drög að útboðsgögnum benda sterklega til þess að útboðslýsingin væri sérstaklega sniðin að þeim aðila sem byggði hin tvö knatthúsin í Kaplakrika. Er það finnskt fyrirtæki sem nefnist Best-Hall en formaður knattspyrnudeildar FH hefur verið umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi. Tveir bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, þau Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, gagnrýndu einnig að alútboð hefði verið auglýst án þess að endanleg útboðslýsing lægi fyrir. Helga Ingólfsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, segir þessa gagnrýni Bjartrar framtíðar lítilvæga. „Það kom mér í opna skjöldu að félagar mínir í meirihlutanum skyldu gagnrýna þetta opinberlega á bæjarstjórnarfundi,“ segir Helga. „Ég held að það sé alveg rétt mat að það gætir aðeins óánægju innan samstarfsins. Hins vegar er alveg ljóst að hér er unnið eftir fjárhagsáætlun og ekkert athugavert við þetta verklag.“ „Þetta eru auðvitað tveir ólíkir flokkar í samstarfi en samstarfið í heild hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir að við séum ekki sammála um öll mál,“ segir Einar Birkir. Í útboðslýsingu segir að gerð sé krafa um að innanhúss njóti dagsbirtu að það miklu leyti að við notkun á björtum degi sé óþarft að lýsa húsið upp með lýsingu. Einnig á knatthúsið að vera óupphitað og þakið þar með án einangrunar. Yfirborðsefni þaks skal svo vera úr efni sem kallar á lítið viðhald. Hin tvö húsin eru svokölluð tjaldhús og gætir dagsbirtu inni í þeim á björtum dögum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira