Opna íslenskan skiptimarkað með rafmyntina Bitcoin í fyrsta sinn Baldur Guðmundsson skrifar 30. janúar 2018 07:15 Hermann Ingi Finnbjörnsson og Hlynur Þór Björnsson, tveir af eigendum Skiptimynt ehf. vísir/eyþór „Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið. Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
„Það eru allir sammála um að rafmyntir séu framtíðin en hvaða mynt verður ofan á er ómögulegt að segja,“ segir Hermann Ingi Finnbjörnsson, einn af eigendum félagsins Skiptimynt ehf. sem opnað hefur fyrsta íslenska skiptimarkaðinn fyrir rafmyntir á borð við Bitcoin. Í fyrsta sinn er því hægt að kaupa og selja Bitcoin fyrir íslenskar krónur. Vefsíðan heitir isx.is en á henni kemur fram að skiptimarkaðurinn sé hannaður með bestu öryggisstöðlum og aðferðum sem völ er á. Hermann segir að markaðurinn hafi verið í þróun undanfarin tvö ár en fram til þessa hefur íslenska rafmyntin Auroracoin gengið þar kaupum og sölum. Fram að því hafði myntin aðallega verið til sölu á samfélagsmiðlum. Öruggt markaðstorg hafi skort og það hafi verið þeirra markmið að skapa slíkan vettvang. Þegar þetta er skrifað eru sex til sjö Bitcoin til sölu á ISX. Verðmæti þeirra í krónum talið, miðað við gengi gjaldmiðilsins, er um það bil sjö til átta milljónir króna. Hlynur Þór Björnsson, annar af eigendum Skiptimyntar, tekur fram að einungis Íslendingar geti stundað viðskipti á síðunni. Verðmæti Bitcoin hefur margfaldast á undanförnum árum og fyrir vikið hefur verið gengið um myntina eins og hlutabréf. Hermann og Hlynur segja hins vegar að fyrst og fremst sé rafmynt hugsuð til að leysa hefðbundna gjaldmiðla af hólmi. Kosturinn við rafmynt sé að ekki sé hægt að falsa myntina eða gjaldfella með aðgerðum á borð við peningaprentun. Um sé að ræða mynt sem sé óháð bönkum og opinberum stofnunum. Þeir segja að nokkur fyrirtæki á Íslandi séu farin að taka við rafmynt þegar greitt er fyrir vörur. Þeir binda vonir við að fleiri fyrirtæki muni feta í sömu fótspor og íslenskt hagkerfi með rafmynt verði til, nú þegar skiptimarkaður er orðinn að veruleika. Mikil viðskipti eru stunduð með Bitcoin og sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingaveitunni coinmarketcap.com námu viðskiptin á heimsvísu 7,3 milljörðum dollara síðastliðinn sólarhring. Það jafngildir 730 milljörðum króna. Hermann segir aðspurður að ekki sé nokkur leið að vita fyrir víst hvað Íslendingar eigi mikið af Bitcoin, enda ríki nafnleynd um eignarhaldið, en hann telur að upphæðirnar hlaupi á milljörðum, í íslenskum krónum talið.
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57
50 Cent sagður hafa grætt formúu á Bitcoin Þáði Bitcoin fyrir plötu sem hann gaf út árið 2014. 24. janúar 2018 16:32