Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 12:15 Árni Þór Sigmundsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. Í kærunni kom fram að maðurinn hafi unnið með börnum og unglingum án þess að tilgreint væri nákvæmlega hvenær. Hann harmar að það hafi ekki komið fram fyrr í rannsókninni en alls eru átta starfsmenn í kynferðisbrotadeildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn, með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Kæra var lögð fram þann 22. ágúst 2017 og segir Árni að málinu hafi svo verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september sama ár. Maðurinn var hins vegar ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en þann 19. janúar síðastliðinn og barnaverndaryfirvöldum ekki tilkynnt um málið fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn. Gæsluvarðhaldið rennur að óbreyttu út á föstudag.Rannsóknin á viðkvæmu stigi „Ég get bara upplýst um það að um leið og við vissum að maðurinn er núverandi starfsmaður barnaverndar þá tilkynntum við barnaverndaryfirvöldum um það,“ segir Árni Þór en maðurinn starfaði á skammtímavistun fyrir unglinga á vegum barnaverndar. Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Árni Þór kveðst aðspurður ekki geta farið neitt nánar út í rannsókn málsins, til að mynda varðandi hvort húsleit hafi verið gerð heima hjá manninum. Rannsóknin sé á viðkvæmu stigi en hún hafi smám saman leitt í ljós þá þætti sem urðu til þess að maðurinn var handtekinn og í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég bara árétta það að um leið og við komumst að því að þetta væri núverandi starfsmaður þá voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Að sjálfsögðu harma ég að það hafi ekki komið fram fyrr,“ segir Árni Þór. Aðspurður hvað þurfi að gera hjá lögreglunni til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur, það er að mál dragist svo mjög á langinn segir Árni: „Það er óskandi að menn geti svarað því en eins og ég sagði þér áðan þá hörmum við það að það hafi ekki komið fyrr fram. En það hefur verið gríðarlega mikið málaflæði af málum hérna sem hafa krafist tafarlausrar aðkomu jafnvel allrar deildarinnar. Hér hefur mikið verið að gera síðastliðið ár og við höfum bara reynt að bregðast við því.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. Í kærunni kom fram að maðurinn hafi unnið með börnum og unglingum án þess að tilgreint væri nákvæmlega hvenær. Hann harmar að það hafi ekki komið fram fyrr í rannsókninni en alls eru átta starfsmenn í kynferðisbrotadeildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn, með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Kæra var lögð fram þann 22. ágúst 2017 og segir Árni að málinu hafi svo verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september sama ár. Maðurinn var hins vegar ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en þann 19. janúar síðastliðinn og barnaverndaryfirvöldum ekki tilkynnt um málið fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn. Gæsluvarðhaldið rennur að óbreyttu út á föstudag.Rannsóknin á viðkvæmu stigi „Ég get bara upplýst um það að um leið og við vissum að maðurinn er núverandi starfsmaður barnaverndar þá tilkynntum við barnaverndaryfirvöldum um það,“ segir Árni Þór en maðurinn starfaði á skammtímavistun fyrir unglinga á vegum barnaverndar. Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Árni Þór kveðst aðspurður ekki geta farið neitt nánar út í rannsókn málsins, til að mynda varðandi hvort húsleit hafi verið gerð heima hjá manninum. Rannsóknin sé á viðkvæmu stigi en hún hafi smám saman leitt í ljós þá þætti sem urðu til þess að maðurinn var handtekinn og í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég bara árétta það að um leið og við komumst að því að þetta væri núverandi starfsmaður þá voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Að sjálfsögðu harma ég að það hafi ekki komið fram fyrr,“ segir Árni Þór. Aðspurður hvað þurfi að gera hjá lögreglunni til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur, það er að mál dragist svo mjög á langinn segir Árni: „Það er óskandi að menn geti svarað því en eins og ég sagði þér áðan þá hörmum við það að það hafi ekki komið fyrr fram. En það hefur verið gríðarlega mikið málaflæði af málum hérna sem hafa krafist tafarlausrar aðkomu jafnvel allrar deildarinnar. Hér hefur mikið verið að gera síðastliðið ár og við höfum bara reynt að bregðast við því.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15