Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2018 14:27 86 var sagt upp störfum hjá Odda fyrr í dag. Vísir/GVA „Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
„Í sjálfu sér kom þetta ekki flatt upp á fólk,“ segir Kristín Helgadóttir, einn af trúnaðarmönnum starfsfólks Odda, en 86 var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að með þessari hópuppsögn væri verið að laga starfsemi fyrirtækisins að breyttum aðstæðum vegna beinna samkeppni við erlenda framleiðslu sem hefur aukist jafnt og þétt með styrkingu krónunnar. „Við höfum séð hvernig þróunin hefur verið,“ segir Kristín. Eftir þessar breytingar í dag munu 110 starfa hjá Odda en síðastliðið haust var fimm starfsmönnum sagt upp og tíu hætta á næstu mánuðum vegna aldurs. Hún segir allan gang á því hvort þeir sem missa vinnuna ætli að vinna út uppsagnarfrestinn eða ekki. Flestir eru á þriggja mánaða uppsagnarfresti en þó nokkrir með áratugastarfsaldur hjá fyrirtækinu og því með fimm mánaða uppsagnarfrest. Kristín segir að vissulega hafi fólk sýnt einhverjar tilfinningar við þessi tíðindi enda þekkjast margir vel og þurfa að kveðja eftir samstarf til fjölda ára. „Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna,“ segir Kristín. Starfsmannafundir voru haldnir í morgun sem kláruðust í hádeginu en Kristín segir þá hafa verið átakalausa. „Fólk var viðbúið breytingum og svo þarf það líka að melta hlutina.“ Í tilkynningu frá Odda vegna hópuppsagnarinnar kom fram að fyrirtækið muni á næstu mánuðum hætta innlendri framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þess í stað mun Oddi efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða í samstarfi við öfluga erlenda birgja og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina. Jafnframt verður innlend prent- og öskjuframleiðsla Odda efld. Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. 83 störf leggjast af við framleiðslu og afleidd störf og verður fækkað um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40