Norsk skíðastjarna hágrét þegar hún var dæmd í bann og nú flýr hún Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 14:30 Therese Johaug. Vísir/EPA Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira
Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira