Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 16:05 Sögur kvenna af erlendum uppruna af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem birtust í síðustu viku vöktu mikla athygli. Myndvinnsla/Garðar Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan. Alþingi MeToo Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan.
Alþingi MeToo Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira