Gott að narta í súra hrútspunga eftir æfingu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2018 10:00 Geir Gunnar næringarfræðingur segir þorramatinn betri kost en amerískan skyndibita. Hollustugildið sé töluvert ef hófs er gætt. Visir/Hanna Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“ Þorrablót Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“
Þorrablót Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira