Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 16:45 Debbie Harry var í viðtali við Heimi Má Pétursson fyrr í vikunni. Vísir/Sigurjón Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“ Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“
Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31