Gott að narta í súra hrútspunga eftir æfingu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2018 10:00 Geir Gunnar næringarfræðingur segir þorramatinn betri kost en amerískan skyndibita. Hollustugildið sé töluvert ef hófs er gætt. Visir/Hanna Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“ Þorrablót Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“
Þorrablót Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira