Segir fólk á einhverfurófi alls ekki gagnlaust á vinnumarkaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 20:30 Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira